Dagbók lögreglu: Tveir stungnir í Gistiskýlinu á Granda

Í dag barst lögreglunni tilkynning um að tveir einstaklingar hefðu verið stungnir á gistiskýlinu á Granda. Samkvæmt upplýsingum voru gerendur tveir og höfðu yfirgefið vettvang áður en lögregla kom á staðinn. Við komu lögreglu kom í ljós að áverkar voru ekki alvarlegir, en annar hinna slösuðu var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar. Þá greindi annað fórnarlambið frá því að það hefði einnig verið rænt í árásinni.

Skömmu síðar bárust lögreglu upplýsingar frá vegfaranda um grunsamlega hegðun manns í nágrenni vettvangs, þar sem maðurinn sást fela sig undir bifreið. Lögregla brást skjótt við, handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Þá var maður, sem hafði verið handtekinn og sleppt úr haldi lögreglu í morgun, aftur handtekinn í dag. Í þetta sinn hafði hann ráðist á starfsmann íbúðarkjarna, en honum tókst að flýja áður en lögregla náði til hans. Nokkrum stundum síðar kom hann aftur á vettvang og var að reyna að brjótast inn þegar lögregla mætti. Maðurinn var þá handtekinn á ný og vistaður í fangageymslu.

Einnig barst lögreglu tilkynning um mann til vandræða á bar í miðbænum. Hann hafði ráðist á starfsmann barsins en var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á staðinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila