Dagbók lögreglu: Tveir handteknir vegna andláts í Þingholtunum, umferðaróhöpp og akstur undir áhrifum

Talsvert var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt en flest útköllin snerust eins og vant er um akstur undir áhrifum eða umferðaróhöpp. Í miðborginni voru tveir handteknir í kjölfar rannsóknar á andláti manns sem lögregla fann meðvitundarlausan í íbúð í Þingholtunum í morgun en þar hafði lögregla verið kölluð ut vegna háreistis.. Þegar lögregla kannaði lísmörk mannsins reyndust þau lítil. Reynt var að endurlífga manninn en án árangurs. Frekari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir. Tveir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og þá var tilkynnt um umferðaróhapp á svæðinu að auki. Í óhappinu urðu engin slys á fólki og litlar skemmdir urðu á ökutækjunum.

Í Hafnarfirði varð einnig umferðaróhapp þar sem ekki fór eins vel og þar þurfti að draga bifreiðarnar burt með kranabifreið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um slys á fólki. Tveir voru stöðvaðir í Hafnarfirði grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og þurfti lögreglan að hafa einnig afskipti af einum til viðbótar á sömu slóðum sem sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Eitt innbrot í heimahús var tilkynnt en þar hafi talsvert af innbúi skemmst.

Einn var stöðvaður í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum og þá var tilkynnt um innbrot í Bifreið í Kópavogi. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af manni á veitingahúsi í Kópavogi en þar hafði maðurinn látið ófriðlega. Brotist var inn í fyrirtæki í Breiðholti en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Árbæjarhverfi og var sá grunaði látinn laus að lokinni skýrslutöku. Á svipuðum slóðum var tilkynnt um umferðaróhapp sem reyndist vera bílvelta en ekkert fannst frekar skráð um málið. Einn var stöðvaður í Árbæjarhverfi grunaður um akstur undir áhrifum.

Deila