Dagur B. Eggertsson kom aftan að borgarskjalaverði

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og meirihluti hans í borginni komu aftan að borgarskjalaverði með tillögu sinni að leggja ætti Borgarskjalasafn niður. Þetta segir Ólafur F. Magnússon tónlistarmaður, læknir og fyrrverandi borgarstjóri en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær.

Ólafur segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að borgarstjóri hafi farið þá leið að fara aftan að borgarskjalaverði með þessum hætti því þetta sé einfaldlega sú leið sem einkenni vinnubrögð Dags B. Eggertssonar.

Ólafur bendir á að það sé líklega engin tilviljun að Dagur vilji leggja niður þá mikilvægu stofnun sem Borgarskjalasafnið sé.

„vegna þess að Borgarskjalasafn kom upp um misferli og ólöglega gagnaeyðingu félaga Dags B. Eggertssonar í braggamálinu alræmda árið 2018, ef ekki hefði verið fyrir Svanhildi Bogadóttur og skjalastjórnun hennar þá hefði þetta farið leynt kannski miklu lengur en raunin varð og kannski aldrei komist upp ef þau hefðu losað sig við borgarskjalavörð eins og þau ætla að gera núna“segir Ólafur.

Hann segist hafa áhyggjur af skjalavörslu borgarinnar verði hún falin Þjóðskjalasafninu þar sem það muni ekki hafa bolmagn til þess að sinna því hlutverki sem Borgarskjalassafn sinnir nema verulegar greiðslur frá borginni komi til og allt aðrar upphæðir heldur en mat KPMG geri ráð fyrir.

Þá bendir Ólafur á að ef Borgarskjalasafn verður lagt niður verði Reykjavík eina borgin í Evrópu sem verði án Borgarskjalasafns.

Hlutverk safnsins sé sem fyrr segir afar mikilvægt utanumhald yfir stjórnsýsluleg gögn og þá gæti safnið þess að gögn falli ekki milli skips og bryggju og hreinlega týnist.

„það væri reyndar borgarstjóranum Degi afar hagfellt að gögn um hann myndu týnast og sömuleiðis að gögn um þau góðu verk sem ég vann myndu týnast, það væri óskastaða Dags B. Eggertssonar“segir Ólafur.

Þátturinn verður aðgengilegur hér í fréttinni innan skamms

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila