Dagur fól samninganefnd borgarinnar að gefa olíufélögunum lóðirnar

Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri.

Samninganefnd Reykjavíkurborgar sem falið var að ræða við forsvarsmenn olíufélaganna um fækkun bensínstöðva á lóðum sem félögin höfðu á leigu fengu beinlínis þau skilaboð Frá Degi B. Eggertssyni þáverandi borgarstjóra í erindisbréfi sínu að bjóða olífélögunum að eignast lóðirnar endurgjaldslaust, auk þess sem þeim var gefinn kostur á að flytja dælur sínar á nýjar lóðir sem þau einnig myndu fá endurgjaldslaust.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindisbréfi samninganefndarinnar sem Vigdís Hauksdóttir hefur birt á Facebook síðu sinni.

Dagur B. Eggertsson skrifar undir erindisbréfið

Í erindisbréfinu sem undirritað er af Degi B. Eggertssyni þáverandi borgarstjóra 14.maí 2019 eru tilgreind markmið sem í bréfinu eru kölluð sérstök samningsmarkmið í viðræðunum, en þar má til dæmis sjá eftirfarandi markmið:

„Ef byggingarnefndarteikningar, í samræmi við nýtt deiliskipulag, hafa verið samþykktar innan þriggja ára, frá samþykkt samningsmarkmiða um bensínstöðvalóðir í Reykjavík, verður einungis krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa og eftir atvikum framkvæmdaaðila vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Lóðarleigusamningar um bensínstöðvar sem eru í gildi í dag verði almennt ekki endurnýjaðir, með hefðbundnum hætti, við lok leigusamnings.“

Þegar samningarnir voru svo undirritaðir voru leigusamningar fimm lóða þegar runnir út og gæti borgin því nú þegar tekið þær lóðir til sín.

Þá segir einnig í erindisbréfinu sem og samningnum sem undirritaður var í kjölfarið:

“Hafi nýtt deiliskipulag ekki tekið gildi á lóðinni og/eða samningar um uppbyggingu ekki náðst innan þessara tveggja ára þá mun uppgjör og viðskilnaður Reykjavíkurborgar við lóðarleiguhafa vera í samræmi við ákvæði gildandi/útrunnis lóðarleigusamnings.”

Borgin getur tekið lóðirnar til sín aftur núna

Vigdís sagði í samtali við fréttavef Útvarps Sögu í dag að henni væri ekki kunnugt um að nýtt deiliskipulag fyrir umræddar lóðir hafi tekið gildi og því gæti borgin núna tekið til sín þær lóðir sem á sínum tíma hefðu ekki verið með útrunna leigusamninga. Vigdís setur þó fram þann fyrirvara að mögulega væru búnar að fara fram viðræður um framlengingu á þeim tímaramma sem settur hafi verið.

Olíufélögin fái nýjar lóðir án endurgjalds

Einnig kemur fram í erindisbréfinu að olíufélögunum stæði einnig til boða að fá nýjar lóðir með ákveðnum skilyrðum en í bréfinu stendur:

„Mögulegt verður fyrir lóðarhafa að,,flytja“ dælur frá núverandi staðsetningu yfir á nýja staðsetningu fjölorkustöðvar, í samræmi við ákvörðun í deiliskipulagi, sem tekur minna rými, til dæmis á bílastæðum við matvöruverslanir. Skilyrði fyrir slíkum flutningi er að samningar náist um lokun eldri bensínstöðvar, sbr. framgreint og heildarfjöldi dæla fyrir jarðefnaeldsneyti fækki.“

Það vekur athygli að þarna er vísað til þess að félögin geti fengið að flytja starfsemi sína á aðra lóð meðal annars með því skilyrði að fækka dælum. Ekki er að sjá að neitt viðmið sé sett um hversu mörgum dælum fækka þurfi til þess að uppfylla skilyrðin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila