
Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, gaf út yfirlýsingu á fimmtudagskvöld vegna ákærunnar á hendur Trump fyrrverandi forseta af hálfu Hæstaréttar New York fylkis í meintu þöggunarmáli Stormy Daniels. Ákæran á hendur fyrrverandi forseta er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna og finnst mörgum að núna hafi demókrataflokkurinn endanlega klúðrað spilunum í ofsóknaraðgerðum gegn skæðasta keppinaut sínum um Hvíta húsið 2024. Ákærunni er af mörgum lýst sem stríðsyfirlýsingu.
DeSantis er næstur á eftir Trump um útnefningu til forsetaefnis repúblikanaflokksins árið 2024 og hefur Trump sífellt sótt í sig veðrið að undanförnu og dregið lengra fram úr DeSantis. DeSantis segir í yfirlýsingu um ákæruna á hendur Trump:
„Flórída mun ekki verða við framsalsbeiðni.“
DeSantis kom með yfirlýsinguna á opinberum Twitterreikningi fylkisstjórans. Hann sagði að Flórída myndi ekki „verða við framsalsbeiðni.“ Orðrómur er í gangi um að Trump muni fljúga til New York í næstu viku til að gefa sig fram hjá dómstólnum. De Santis skrifaði:
„Vopnavæðing réttarkerfisins til að ná stjórnmálalegum markmiðum sínum setur réttarríkið á hvolf. Það er óamerískt. Héraðssaksóknari Manhattan, sem nýtur stuðnings Soros, hefur stöðugt teygt lögin til að lækka refsingu glæpamanna og afsaka glæpsamlegt athæfi. Enn er hann að sveigja lögin til að koma höggi á stjórnmálaandstæðing.“
„Flórída mun ekki aðstoða við framsalsbeiðni í ljósi vafasamra aðstæðna varðandi þennan saksóknara á Manhattan sem nýtur stuðnings Soros og stjórnmálamarkmiðum hans.“