DeSantis: Hugmyndir World Economic Forum „deyja við komuna“ í Flórída

Glóbalistarnir hjá World Economic Forum komast ekki neitt með Flórída. Þar verða hugmyndir þeirra „aldrei samþykktar“ segir ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis (mynd Matt Johnson).

Varðveita staðbundin gildi í staðinn fyrir áróðurinn frá Davos

Repúblikaninn Ron DeSantis, sem sumir vilja sjá í framboði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2024, mun aldrei láta hugmyndir World Economic Forum eyðileggja Flórída. Þess í stað vill ríkisstjórinn, að staðir eins og smábærinn Destin í vesturhluta Flórída, þar sem hann ólst upp sem barn, móti framtíð ríkisins. De Santis segir:

„Ég vil ekki að gildum sé þröngvað upp á okkur frá Davos. Heldur frá stöðum og Destin og Dunedin, þar sem ég ólst upp.“

Glóbalistarnir í WEF – sem safna saman stórum hlutum heimselítunnar í Davos í Sviss á hverju ári og að eigin sögn lauma fulltrúum sínum inn í ríkisstjórnir – eru ekki velkomnir. De Santis útskýrir:

„Fyrirbæri eins og World Economic Forum. Stefna þeirra deyr við komuna til Flórída. Við munum ekki fara þá braut.“

Nánar er fjallað um málið á myndböndunum hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila