Donald Trump fór yfir farinn veg og framtíðaráformin í stefnuræðu sinni

Donald Trump forseti Bandaríkjanna sem hélt stefnuræðu sína í nótt fór þar yfir farinn veg, hvað hafi áunnist og þau kosningaloforð sem hann hefur efnt frá því hann tók við embætti. Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en þar fór Guðmundur yfir þau helstu atriði sem Trump kom inná í ræðu sinni sem stóð yfir í tvær klukkustundir. Það er mat Guðmundar að Trump haf styrkt stöðu sína enn frekar með ræðunni í nótt og að andstæðingar forsetans séu eins og búast má við ekki mjög sáttir við velgengni Trump. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Þá má einnig horfa á ræðu forsetans með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila