Site icon Útvarp Saga

Dönsk unglingsstúlka ákærð fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk

danskalogreglanSextán ára dönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa skipulagt hryðjuverkaárás í Danmörku. Áætlun stúlkunnar komst þó aldrei í framkvæmd þar sem lögregla komst á snoðir um fyrirætlan hennar en stúlkan hafði viðað að sér efni í öflugar sprengjur sem hún ætlaði að nota til þess að sprengja tvo skóla í loft upp. Þá var karlmaður sem er vinur stúlkunnar handtekinn vegna málsins en honum var sleppt við ákæru þrátt fyrir að vitað væri að hann hefði barist með hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi, en sýnt þótti af gögnum málsins að hann tengdist fyrirætlunum stúlkunnar ekki á nokkurn hátt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla