Site icon Útvarp Saga

Dr. Robert Malone birtir óhrekjanlegar sannanir Ivermektíns gegn Covid-19 í Indlandi

Eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá þá var hlutfall bata við Covid-19 allt að 98,7% í Uttar Pradesh á Indlandi eftir að yfirvöld tóku þá ákvörðun að nota IVERMECTIN gegn Covid-19. Uttar Pradesh hefur 241 milljónir íbúa og er fjölmennasta svæði í Indlandi. Árangurinn sannar virkni IVERMECTIN en auðvitað munu hefðbundnir fjölmiðlar ekki segja frá þeim árangri Ivermectin.

Á sunnudaginn birti Dr. Robert Malone, uppfinningamaður mRNA bóluefnisins, sigurgöngu Uttar Pradesh og Ivermectins.

Dr. Robert Malone skrifar:

„Hér er hinn óþægilegi sannleikur. Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjastjórnar hefur þróað gríðarlega afrekaskrá gegnum þær mörgu bylgjur COVID-19 sjúkdómsins, sem hafa gengið yfir landið. Eins og það væri ekki nógu slæmt, að sannanirnar benda til þess að Dr. Anthony Fauci og aðstoðarmenn hans hafi búið til sjúkdómsvaldinn SARS-CoV-2 í lífefnavopnaáætlun, sem prófessor Rube Goldbergs Butts gæti verið stoltur af, þá eru Bandaríkin skráð af Worldometers með flest dauðsföll sjúkdómsins í öllum heiminum.

Ef leiðrétt er vegna dánartíðni sem hlutfalls af íbúafjölda (heildartilvik á 1 milljón íbúa), eru Bandaríkin í 19. sæti af 234 þjóðum (2.614 dauðsföll/1 milljón). Aftur á móti er Indland í 130. sæti af 234 þjóðum með 347 dauðsföll / 1 milljón. Heildarmeðaltalið fyrir dauðsföll á milljón íbúa í heiminum er 712.

Hvaða opinber stefna ber ábyrgð á þessum ótrúlega mun á niðurstöðum?

Oft er vitnað til hinnar áhugaverðu stöðu indverska fylkisins Uttar Pradesh. Þéttbýlt svæði, tiltölulega fátækt og þeim hefur fullkomlega tekist að brjóta á bak aftur dauðaferil COVID-19. Þessum ótrúlega árangri hefur verið náð, þökk sé miklu framboði á pakka, sem dreift er um allt svæðið og inniheldur endurnýjaða útgáfu lyfsins Ívermektíns. En hingað til hafa þessar sögur haldist órökstuddar.

Eins og ég nefndi nýlega í þættinum á Fox, sem var svar við tilefnislausri árás herra Berenson, þá kom náinn samstarfsmaður minn nýlega heim úr fríi á svæðinu. Eftir sérstaka beiðni mína um, að hún leitaði að sönnunargögnum um innihald þessara „heilbrigðispakka“ sem hafa verið aðgengilegir á öllu svæðinu, þá kom hún til baka með eftirfarandi ljósmynd af listanum um innihaldið. Eins og svo oft kemur fram, þá segir ein mynd meira en þúsund orð.

Svo, án frekari orða, þá er ég feginn að geta loksins sýnt vísbendingu með ljósmynd um það, sem ber ábyrgð á kraftaverkinu í Uttar Pradesh. Ég hef engu meira við að bæta öðru en því, að afsökunarbeiðni væri vel þegin (frá Mr. Berenson og mörgum öðrum) til þeirra fjölmörgu hugrökku lækna, sem hafa þráast við gegn gífurlegum samhæfðum þrýstingi fjölmiðla og stjórnvalda, að ávísa þessu lyfi sem lykilþætti snemma í meðferð og ábyrgðust þannig, að óteljandi mannslífum var bjargað í Bandaríkjunum og heiminum.“

Hér að neðan er ljósmyndin, sem Dr. Robert Malone fékk hjá starfsfélaga sínum og er tekin af innihaldslýsingu heilbrigðispakkans, sem bjargað hefur lífum tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda Indverja. Eins og sést, þá eru 10 stk 12 mg Ívermektíntaflna í pakkanum.

Hér að neðan má sjá myndir og innhaldslýsingu annarra svipaðra covid-heilbrigðispakka:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla