Dr. Robert Malone sendir Íslendingum sérstaka kveðju frá læknaráðstefnunni í Stokkhólmi

Það var sérstakt ánægjuefni að ná athygli hins eftirsótta Dr. Robert Malone í eina mínútu fyrir Íslendinga gegnum Útvarp Sögu en miklar annir voru hjá lækninum að mæta í öll viðtöl sem búið var að þaulskipuleggja með löngum fyrirvara samkvæmt tímatöflu sem skipuleggjendur læknaráðstefnunnar í Stokkhólmi höfðu gert. Fréttamaður Útvarp Sögu vildi ekki gefast upp við að ná athygli Dr. Malone og þökk sé góðu starfsliði Læknaákallsins í Svíþjóð sem héldu ráðstefnuna, þá tókst að fá tvær mínútur með Robert Malone á milli annarra viðtala hans.

Dr. Robert Malone er afskaplega bandarískur, léttur á lund og hugsuður í margföldu veldi. Hann hefur verið einn helsti talsmaður í baráttunni gegn notkun mRNA svo kallaðra Covid-bóluefna, þrátt fyrir að hann sjálfur vann að uppfinningu og þróun mRNA aðferðarinnar. Hans fremsta gagnrýni er að lyfið hafi verið reynt á fólki án þess að nægar rannsóknir um afleiðingar þess lægju fyrir.

Stoltur að geta sagt nokkur orð beint til Íslendinga

Dr. Robert Malone er greinilega Íslandsvinur því hann er stoltur af því að geta sagt nokkur orð í beinni við Íslendinga á Útvarpi Sögu. Skilaboð hans til landsmanna eru þessi:

„Halló Útvarp Saga!
Hér er Dr. Robert Malone, það gleður mig mjög að tala við ykkur á Íslandi. Ég er stoltur af því að geta verið með ykkur og deilt þessu ferðalagi með ykkur. Ég veit, að Íslendingar eru hugrakkir og þið eigið langa sögu af baráttu ykkar gegn harðstjórnum og fyrir að meta þýðingu frelsis. Það er einmitt það sem við þurfum. Við þurfum hermenn sannleikans, sem trúa á frelsi og trúa því að viðhalda eigin fullveldi.“

Ég vil bara minna ykkur á að lokum, lykilorðin þrjú um það sem við verðum að rækta: Við þurfum að endurheimta heilindi, varðveita og meta mannlega reisn og byggja samfélagið. Og að lokum: Gleymum aldrei orðum heilags Augustins: Sannleikurinn er eins og ljón, það þarf ekki að verja það. Slepptu því lausu, það mun verja sig sjálft.“

Fréttamenn stóðu í biðröð eftir viðtali við Dr. Robert Malone eins og einnig við hinn viðkunnanlega og heimsþekkta breska hjartalækni Dr. Aseem Mahlhotra. Kannski gefst tækifæri síðar að fá þessa heiðursmenn í beint viðtal á Útvarpi Sögu.

Hlusta má á skilaboð Dr. Robert Malone í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila