Dregið úr happdrætti Ástþórs

Í gær var hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu dregið úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar sem stóð að happdrætti aðdraganda forsetakosninganna en efnt var til happdrættisins í tengslum við friðarframboð Ástþórs Magnússonar.

Útgefnir miðar voru 80.000 og greindi Ástþór meðal annars frá því í fjölmiðlum að vinningur fylgdi öllum seldum miðum. Verðmæti vinninga voru 14.410.000. Hér að neðan má sjá myndir þegar Ástþór mætti á skrifstofu sýslumanns til þess að draga í happdrættinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila