Ef Demókrataflokknum verður leyft að handtaka Donald Trump, þá eru Bandaríkin búin að vera!

Tucker Carlson fór á kostum í vikunni, þegar hann rýndi í handtökupakka djúpríkisins á Donald Trump. Hann segir réttafari í Bandaríkjunum lokið, ef demókratar komast upp með að handtaka Trump. Hér að neðan eru hugleiðingar Carlson í lausri þýðingu.

– Ef demókrataflokknum verður leyft að gera þetta, leyft að handtaka forsetaframbjóðandann, sem er ein helsta ógnin við völd þeirra, með sviksamlegu sakamáli, hvar skilur það okkur hin eftir? Gengið verður frá okkur, vegna þess að þetta fordæmi mun lifa að eilífu og kjósendur munu aldrei aftur ákveða úrslit forsetakosninga. Það er merkilegt þegar maður hugsar um það.

Þeir sem hrópa hæst vegna 6. janúar ætla núna sjálfir að sniðganga lýðræðið

Eftir öll öskrin frá hinu varanlegu Washington um 6. janúar og hvernig sá atburður ógnaði lýðræðislegum viðmiðum okkar og friðsamlegu framsali valds, þá hafa þeir ákveðið að alfarið sniðganga lýðræðisleg viðmið okkar svo ekki sé minnst á friðsamlegt framsal valds með dómstólum. og saksóknurum.

Hvað gerist ef þeir komast upp með þetta? Það virðist enginn hugsa þetta mál til enda. Allir eru orðnir svo upptrekktir en hvað gerist ef þeir komast upp með þetta?

Ef þeir nota dómsmálaráðuneytið í augnsýn allra til að slá pólitískar keilur og halda Hvíta húsinu einungis með því að taka keppinaut úr umferð, sem virðist standa sig nokkuð vel. Það mun eyðileggja réttarkerfið og það er ekki lítið. Virkt réttarkerfi hefur haldið þessu landi friðsælu í mörg hundruð ár. Tilgangur réttarfarskerfisins er að viðhalda réttlæti svo meðborgararnir þurfi ekki að gera það sjálfir. Þú útvistar þeirri skyldu til stjórnvalda. En hvað gerist þegar það hverfur, þegar ekkert réttarfarskerfi verður lengur til?

Hvað gerist þegar dómsmálaráðuneytið ákveður að markmið þess sé að vernda valdastéttina í staðinn fyrir réttlætið?

– Hvað gerist þegar dómsmálaráðuneytið ákveður að markmið þess sé ekki að viðhalda réttlæti, heldur að vernda valdastéttina hvað sem það kostar? Hugsið um það. Fólk mun áfram krefjast réttlætis. Þráin eftir réttlæti er eðlislæg mannleg þrá. Við fæðumst með hana. En ef það er enginn hlutlaus staður fyrir réttlætið, þá munu sumir ákveða að þeir verði að framkvæma það sjálfir.

Við vitum ekki á þessari stundu, hvernig það mun nákvæmlega líta út, en við getum sagt með vissu að það verður afskaplega ófagurt. Þeir hata Donald Trump. Allt í lagi, en það á ekki að leyfa þeim að eyðileggja réttarkerfi Bandaríkjanna, vegna þess að þeir hata hann. Við myndum aldrei jafna okkur eftir það.

Hlusta má á Tucker Carlson á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila