Efling áfrýjar úrskurði Héraðsdóms

Stéttarfélagið Efling hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms sem féll í morgun um að Eflingu bæri að afhenda félagatal Eflingar. Málið höfðaði ríkissáttasemjari í þeim tilgangi að fá félagatalið afhent svo kjósa mætti um miðlunartillögu sem hann lagði fram á dögunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í fjölmiðlum um helgina að hún myndi áfrýja félli úrskurður héraðsdóms Eflingu ekki í vil og því hefur honum Þegar verið áfrýjað. Sólveig Anna hefur bent á að hún telji ekki löglega hafa verið staðið að miðlunartillögunni auk þess sem hún segir að um sé að ræða persónugreinanlegar upplýsingar sem Eflingu sé óheimilt að afhenda þriðja aðila.

Deila