Efling fagnar niðurstöðu Félagsdóms

Efling – stéttarfélag fagnar niðurstöðu Félagsdóms sem kveðin var upp í dag, þar sem félagið var sýknað af kröfu Samtaka atvinnulífsins um afboðun verkfallsaðgerða. Verkfallsaðgerðir félagsins eru því löglegar og halda þær áfram samkvæmt áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Verkfall á hótelum Íslandshótela hefst því að óbreyttu klukkan 12 á hádegi á morgun þriðjudag. Atkvæðagreiðslur um verkföll hjá bílstjórum og starfsfólki Edition og Berjaya hótelanna halda áfram ótrauðar.

„Málatilbúnaður SA fyrir Félagsdómi gekk út á að framlagning miðlunartillögu fæli í sér ígildi kjarasamnings sem skapaði þar af leiðandi friðarskyldu og gerði verkföll ólögleg. Þessu hafnaði Félagsdómur réttilega.“segir í tilkynningunni.

Dómur Félagsdóms.

Greinargerð Eflingar til Félagsdóms.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila