Efling leggur fram stjórnsýslukæru

Stéttarfélagið Efling lagði í dag fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Í kærunni krefst Efling þess að miðlunartillagan verði felld úr gildi.

Efling byggir kæruna á að ríkissáttasemjari hafi ekki haft samráð við Eflingu, sem aðila að kjaradeilu, sem ber að viðhafa samkvæmt 27. og 28. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig er vísað til annarra lagaákvæða um samráðsskyldu og andmælarétt við töku íþyngjandi ákvarðana hins opinbera.

Þá segir Efling í kærunni að réttmæti, meðalhófs og jafnræðis við töku ákvörðunarinnar hafi ekki verið gætt, og er þar vísað bæði til stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Efling telur ríkissáttasemjara einnig vanhæfann vegna framgöngu sinnar geti þar með ekki ekki talist óvilhallur í deilunni líkt og áskilið er í 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur.

Efling fer einnig fram á að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan á meðferð kærunnar stendur.

Smelltu hér til þess að skoða kæruna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila