Efnahagslegt bakslag fyrir Þýskaland: Gasrisinn Uniper þjóðnýttur – 40 milljarða evra tap

93% af hlutafé Uniper er glatað

Refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi eru að rústa Þýskalandi. Núna verður þýska ríkið að þjóðnýta tap þýski gasrisans Uniper – 40 milljarða evra, að því er Reuters greinir frá á fimmtudag. Þýskaland hefur orðið fyrir sögulegu efnahagsáfalli vegna refsiaðgerða vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Orkurisinn og gasinnflytjandinn Uniper greindi nýlega frá mettapi, sem nemur heilum 40 milljörðum evra eða um 5 900 milljörðum íslenskra króna. Það er eitt mesta tap í þýskri fyrirtækjasögu, skrifar Reuters.

Tapið kemur í kjölfar þess að gasafgreiðslur frá Rússlandi til Þýskalands um Nord Stream stöðvuðust eftir sprengjuárásina í lok september. Að sögn Rússa var um hryðjuverkaárás að ræða undir forystu hersérfræðinga breska sjóhersins. Í stað ódýrs rússnesks gass hefur Uniper neyðst til að kaupa dýrt gas frá öðrum birgjum.

Frá áramótum hafa hlutabréf Uniper fallið um 93 %. Þetta gerir núverandi markaðsvirði um 1,14 milljarða evra í stað 15,2 milljarða evra sem fyrirtækið hafði í ársbyrjun 2022. Þessi þróun er í samræmi við það, sem ýmsir sérfræðingar hafa haldið fram, að átökin í Úkraínu séu leið til að rjúfa sambönd á milli Þýskalands og Rússlands.

Bandaríkin óttast sameinað afl Rússlands og Þýskalands

Árið 2015 sagði George Friedman:

„Fyrir Rússland er staða Úkraínu tilvistarógn. Og Rússar geta ekki sleppt því… Hagsmunir Bandaríkjanna frá fornu fari sem farið hefur verið í stríð fyrir í aldaraðir – fyrsta, annað og síðar kalda stríðið – hafa verið sambandið á milli Þýskalands og Rússlands. Sameinuð eru þessi lönd eina aflið, sem getur ógnað okkur og það þarf að tryggja að slíkt geti ekki gerst.“

Samkvæmt Friedman, þá vega íslömsk hryðjuverk létt í samanburði við helstu heimspólitíska hagsmuni Bandaríkjanna en þar vegur samband Rússlands og Þýskalands þyngst.

„Ótti Bandaríkjamanna frá fornu fari er fyrst og fremst ótti við þýska tækni og þýskt fjármagn, rússneskar náttúruauðlindir og rússneskt vinnuafl. Þetta er eina samsetningin sem heldur Bandaríkjunum í ótta gegnum tímann.“

Styðja við bakið á brjálæðingum eins og í Afganistan

Michael Hudson hagfræðiprófessor segir í viðtali við Þjóðina „The Nation“ (sjá myndband neðar á síðunni) ári eftir valdaránið í Kænugarði undir forystu Bandaríkjanna, að Bandaríkin nota sömu heimsstefnu í Úkraínu og þau gerðu í Afganistan:

„Til að stöðva þennan rússneska-evrópska samruna, þá er hann aðskilinn við landamæri Úkraínu. Gerum það sama í Úkraínu og við gerðum í Afganistan, styðjum við bakið á brjálæðingunum, fyrrum nýnasistahópum sem eru áberandi nasistafánann að húni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila