
Í nýjasta þætti „Tucker á X-inu“ fer Tucker Carlson til Argentínu til að fá innsýn í, hvernig framtíð Bandaríkjanna gæti litið út. Hann ber efnahagsþróun Argentínu saman við þróun Bandaríkjanna og framtíðin lítur dökk út – einnig fyrir Evrópu.
Tucker Carlson:
„Fyrir 100 árum var Argentína einn af ríkustu stöðum heims með mikið af náttúruauðlindum, stórum opnum svæðum og vel menntuðum íbúum. Í dag er landið hins vegar í upplausn, þjakað af miklu atvinnuleysi, sögulegri fátækt og vanræktum miðbæjum.“
„Hvað hefur valdið þessari djúpstæðu breytingu? Það er einfalt: Leiðtogar Argentínu tóku þátt í áratuga kærulausri peningastefnu, felldu gengi innlenda gjaldmiðilsins og sköpuðu óhaldbæra óðaverðbólgu.“
„Leiðtogar Bandaríkjanna hafa eytt þessari öld í að gera nákvæmlega það sama og ef þeir breyta ekki um stefnu fljótlega gætum við hlotið sömu örlög og Argentína.“