Eftirsóknarverð staða í glæpaklíkum Skothólmsborgar – 13 ára drengur drepur ókeypis til að fá að vera með

Allur fréttatími sænska sjónvarpsins fór í gær að segja frá og ræða faraldur skotárása og sprenginga sem skekur höfuðborg Svíþjóðar sem með sönnu gæti heitið Skothólmur. Carin Götblad hjá þjóðlegri stjórn lögreglunnar í Svíþjóð t.v. (mynd skjáskot SVT).

Velkomin til Skothólms. Hafi einhverjum alþingismanni á Íslandi þótt skotárásir í Svíþjóð vera samsæriskenning, þá verður viðkomandi að skerpa enn betur á meinlokunni eftir þær linnulausu skotárásir og sprengingar, sem átt hafa sér stað í Stokkhólmi frá jólum. Núna eru glæpaklíkur höfuðborgarinnar í erjum sín á milli um yfirráð yfir eiturlyfjamarkaðinum bæði í Stokkhólmi og Sundsvall.

Kúrdíski refurinn svokallaði er heima í Tyrklandi og stjórnar stríði einnar klíkunnar í Stokkhólmi. Skelfingu lostnir Stokkhólmsbúar vakna daglega upp við geltandi hríðskotabyssur og sprengingar. Allur fréttatími sjónvarpsins í gærkvöldi fór í að ræða ofbeldið og til að sýna áhuga sjónvarpsfólksins á málinu var meginhluti fréttatímans sendur frá einu hverfinu, Dalen í Gamla Enskede, þar sem friðurinn var síðast rofinn.

Sífellt yngri drengir skjóta úr hríðskotabyssum og sprengja sprengjur

Svíþjóð, sérstaklega Skothólmur, er orðin að rúsínu í pulsuenda fáránleikans og ekki hægt að tala um að friður ríki, þegar gengin herja sín á milli og saklaust fólk verður fyrir barðinu. Skotið er til að drepa og aldurinn á hryðjuverkamönnum sem ætla að drepa sem flesta saklausa meðborgara kominn niður í 13 ára aldur. Helmingur þeirra drengja sem eru á svo kölluðum sérstökum heimilum, vegna þess að þeir eru of ungir til að vera í steininum, strjúka frá heimilunum og gera hvað sem er til að komast til metorða í mafíuheim eiturlyfjakónga, sem baða í peningum, skartgripum, flottum bílum og fylgiskonum og fá ókeypis áróðurauglýsingar hjá ríkisútvarpinu. Í gær sagði lögreglukonan Carin Götblad, lögreglustjóri þjóðlegu stjórnar lögreglunnar í Svíþjóð, að lögreglunni væri kunnugt um 13 ára gamlan dreng sem byði glæpamönnum að hann dræpi einhvern ókeypis ef hann fengi að vera með í klíkunni. Götblad sagði, að lögreglan hefði varað við þessari þróun í mörg ár, en fáir stjórnmálamenn hlustað. Þegar skilin var eftir sprengja í tösku við Óperukjallarann í Konungstrjágarðinum í hjarta Stokkhólmsborgar, sem átti að drepa þátttakendur á útiskemmtun í bænum s.l. sumar, þá voru það 14 og 15 ára gamlir drengir sem komu töskunni fyrir.

Aðeins fjórðungur morða glæpahópa upplýsist

Stressaður sjónvarpsmaður neyðist til að segja sannleikann (skjáskot SVT).

Og sænskir stjórnmálamenn í flestum flokkum, fremst krataflokknum, með undantekningu fyrir Svíþjóðardemókrötum hafa allir verið fyrirmynd barnalegra íslenskra alþingismanna, sem hafa haldið að með því að stinga höfðinu í sandinn, þá væru engir glæpir framdir, fólk drepið og blóðið látið fljóta í stríðum straumi. A.m.k. 62 voru drepnir með skotvopni á síðasta ári í Svíþjóð í glæpaátökum, sem er meira en sex sinnum meira en í öðrum hluta Skandinavíu, 4 drepnir á sama tíma í Noregi, 4 í Danmörku og 2 í Finnlandi. Þessi sérstaða Svíþjóðar er orðin að útflutningsvöru til lítils þjóðríkis í Norður-Atlantshafi, þar sem fábjánar hafa fyrir nokkurra aura viðskipti lokað augunum fyrir sannleikanum og tekið inn glæpaklíkur til herlausu eyjunnar, þar sem lögreglan á að nota rafmagnsbyssur gegn alvöru blýkúlum og handsprengjum. Vonandi hefur íslenska lögreglan ekki jafn bundnar hendur og sú sænska en alþingismenn, sem koma aftan að þjóð sinni á þann hátt að breiða yfir sannleikann og leggja þannig stein í götu þess göfuga fólks sem hættir lífi sínu fyrir okkur hin, ætti með réttu að draga fyrir dómstóla. Vonandi tekst íslensku dómskerfi betur upp en því sænska, því taugaveiklaður sjónvarpsmaður upplýsti á skjánum að einungis 25% af morðum glæpaklíknanna upplýstust miðað við 83% morða í glæpamálum utanvið glæpaklíkurnar. Fyrir nokkrum árum var um 80% möguleikar fyrir morðingja með byssu að komast hjá refsingu. Í dag 75%.

Lögreglan í Skothólmi hefur fengið aðstoð lögreglunnar frá allri Svíþjóð til að reyna að halda uppi lágmarks löggæslu í höfuðborginni. Lögreglan segist sjálf ekki ráða við neitt, þegar krakkar eru svo viljugir að manna glæpaklíkurnar til að skjóta, sprengja og drepa. Afleiðingin af þeirri stefnu að hrúga inn innflytjendum, sem búa í úthverfum, aðskildir frá samfélaginu vegna þess að ekkert var hugsað um hvernig ætti að aðlaga þá sænskum gildum og reglum er ekkert annað en stórslys. Og flæma á stórslysainnflytjendur burtu úr opinberum stöðum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila