Stjórnvöld eiga að standa í lappirnar og segja einfaldlega nei við kolefnisgjaldi Evrópusambansins sem það vill leggja á flugsamgöngur á Íslandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármanssonar þingmanns Flokks fólksins og sérfræðings í evrópurétti í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.
Eins og fram hefur komið vill Katrín Jakobsdóttir ekki birta svarbréf Ursulu Von Der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandins við beiðni Katrínar um undanþágu frá gjaldinu. Heimildir Útvarps Sögu herma að í bréfinu sé beiðni Katrínar hafnað.
Eyjólfur segir að það sé rétt standa vörð um þær öflugu flugsamgöngur sem ísland búi að með kjafti og klóm og senda skýr skilaboð til ESB um að Ísland hafni því að greiða slík gjöld.
„við eigum ekki að láta ESB eyðileggja þessa atvinnugrein fyrir okkur og við eigum að gera eins og við áttum að gera varðandi þriðja orkupakkann, það er að segja nei, þá myndi málið verða tekið aftur upp í sameiginlegu nefndinni sem er að færa tilskipanir ESB inn í EES samninginn og standa í lappirnar, við eigum bara að nota þennan stjórnskipulega fyrirvara sem aldrei hefur verið beitt“
Hann bendir á að það þýði ekkert fyrir stjórnvöld að óttast einhverjar afleiðingar af því að segja nei og láta kúgunartilburði hafa áhrif á sig.
„þetta er ósköp einfalt, hér erum við með mjög öfluga atvinnugrein sem er mjög mikilvæg fyrir Ísland, við erum mjög háð flugi og ætlum ekkert að fara að láta Evrópusambandið eyðileggja það fyrir okkur og það sama gildir í orkumálunum, við ætlum ekki að fara að láta Evrópusambandið eyðileggja okkar uppbyggingu í virkjunarmálum sem staðið hefur yfir síðan 1904, það kemur ekki til greina“segir Eyjólfur.