Eigum ekki að hafa sérreglur í málefnum hælisleitenda

Það á ekki að hafa sérreglur í málefnum hælisleitenda hér á landi heldur eigum við að standa við okkar skuldbindingar og halda okkur við þann ramma. Þetta segir Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag.

Hann segir að sú regla sem gildi nú og snýr að því að einstaklingur sem hafi fengið vernd í öðru ríki geti komið hingað til lands og geti sótt aftur um vernd sé regla sem ekki gangi upp og eigi ekki að vera í gildi. Rökin fyrir þeirri skoðun segir Eyjólfur að sé afar einföld, einstaklingur sem hafi þegar fengið fengið vernd í öðru ríki sé þegar með vernd og því óþarfi að sækja um auka vernd í öðru ríki. Vilji menn dvelja hér og sæki um vernd þess vegna sé það einfaldlega röng leið því þeir einstaklingar eigi einfaldlega að sækja um dvalarleyfi.

þá sé 12 mánaða reglan sem snýr að því að einstaklingur sem sé komin með vernd annars staðar og sæki hér um og mál hans hafi ekki verið klárað innan 12 mánaða eigi rétt á efnismeðferð máls. Þar sé sama vitleysan á ferðinni því þar sé einstaklingurinn einnig þegar kominn með vernd og þurfi því ekki á efnislegri meðferð málsins að halda. Eyjólfur segir að það færi betur á því að fella sérreglurnar burtu og þá myndu mun færri sækja hingað. að hafa þessar sérreglur íþyngi einungis stjórnsýslunni á Íslandi sem hafi nóg að gera fyrir.

Einnig sé afar einfalt fyrir þá sem vilja koma hér til lands að vinna að sækja um það á réttan hátt. Ekki gangi upp að fólk komi hér á grundvelli verndarkerfisins og segist vera koma hér til þess að vinna því það séu til aðrar leiðir fyrir það fólk að fara til þess einmitt að koma til landsins í þeim tilgangi að stunda atvinnu.

„við eigum ekki að veita fólki alþjóðlega vernd af því að okkur vantar vinnuafl, það er alveg galið, við erum hér á innri vinnumarkaði á EES svæðinu og þá bara kemur fólk hér og sækir um vinnu á þeim grundvelli“ segir Eyjólfur.

Hvað mál þeirra sem fá brottvísunarúrskurð segir Eyjólfur að honum þyki of harkalegt að þeir sem vísa eigi úr landi séu sumir hverjir settir í gæsluvarðhald.

“ við getum haft miklu vægari úrræði fyrir þetta fólk og svo eru fangelsismál á Íslandi í algerum ólestri, ég var nú á fundi í Fjárlaganefndinni í morgun þar sem var að ræða um fangelsin og þau mál eru bara í tómum ólestri“segir Eyjólfur.

Einnig er nauðsynlegt að taka á þeim glæpahópum sem selja hingað fólk mansali ,meðal annars vinnumansali og nýta sér straum hælisleitenda til þess, þar sé um að ræða vandamál sem sé mjög erfitt að taka á á meðan hér á landi gildi sérreglur í málefnum hælisleitenda.

„það er einfaldlega kominn tími til að við stöndum við okkar skuldbindingar og höldum okkur eingöngu við þann ramma“segir Eyjólfur.

Deila