Eigum ekki að leggja óvissuna í orkupakkamálinu á komandi kynslóðir

Birgir Örn Steingrímsson.

Það er ótækt að komandi kynslóðir búi við óvissu um hvort fyrirvarar við þriðja orkupakkann haldi fyrir dómi eða ekki, því er nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu og fá úr því skorið sem fyrst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Arnar Steingrímssonar hagfræðings og félagsmanns í samtökunum Orkan okkar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Birgir segir að til þess að eyða þessari óvissu sé nauðsynlegt að senda málið til sameiginlegu EES nefndarinnar og fá álit hennar “ við getum ekki sett þessa óvissu á næstu kynslóðir, það yrði kannski ekki farið í málaferli á morgun, dag eða næstu 10 árin, við hreinlega vitum það ekki, það getur bara komið upp sú staða að einhver ákveður að legga sæstreng og hann fer í mál við ríkið út af fyrirvörunum og hann getur gert það“,segir Birgir. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila