Einfaldast að eyða óvissunni með því að hafna orkupakkanum og senda málið til sameiginlegu EES nefndarinnar

Eyjólfur Ármannsson.

Það væri einfaldast fyrir Ísland að eyða óvissunni í orkupakkamálinu með því að hafna pakkanum, senda málið í framhaldinu til sameiginlegu EES nefndarinnar og fá þar staðfest að Ísland verði undanþegið sameiginlegum raforkumarkaði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármannssonar lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. „það er lang einfaldast og kemur í veg fyrir alla óvissu að hafna þessu, fara og setjast niður með sameiginlegu EES nefndinni og gera kröfu um að það komi ákvörðun frá nefndinni um að þetta gildi ekki fyrir Ísland„,segir Eyjólfur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila