Eins og Icesave: Vottun endurskoðunarrisans KPMG sýndi trausta efnahagsstöðu SVB og Signature Bank nokkrum dögum fyrir hrun

Endurskoðandinn KPMG er í fréttum vegna úttektar á föllnu bönkunum Silicon Valley banka (SVB) og Signature Bank. Hvernig gátu endurskoðendur greint frá því, að þessir bankar væru í heilbrigðum rekstri tveimur vikum áður en þeir féllu?

KPMG var endurskoðandi SVB og Signature Bank. Nýlega fengu efnahagsreikningar þessara fyrirtækja grænt ljós við endurskoðun. Tveimur vikum síðar hrundi SVB næststærsti banki í sögu Bandaríkjanna og einnig Signature Bank 3. stærsti hrunabankinn. CFODive greinir frá:

– Það eru tvær athyglisverðar dagsetningar sem standa upp úr fyrir sérfræðinga í fjármálum fyrirtækja sem hafa fylgst með falli Silicon Valley banka og leitað að vísbendingum um hvort eða hvernig KPMG – eitt af hinum svokölluðu stóru fjórum endurskoðunarfyrirtækjum – tókst að sniðganga að flagga þeirri áhættu sem leiddi til stærsta bankafalls Bandaríkjanna síðan 2008. Hin fyrri er 24. febrúar, dagsetning 10-K skráningar sem innihélt nýjasta endurskoðunarmat KPMG aðeins um tveimur vikum á undan falli bankans 10. mars.

– Þó að KPMG benti á að mál tengd útlánatapi og ófjármögnuðum lánaskuldbindingum væri mikilvægt endurskoðunarmál sem það ræddi við endurskoðunarnefnd félagsins, þá tilkynnti KPMG ekki áhættu tengda getu móðurfélags bankans, SVB Financial Group, sem „áframhaldandi áhyggjuefni.“

– KPMG hefur varið starf sitt, meðal annars sem endurskoðandi Signature Bank í New York sem féll tveimur dögum eftir SVB. Á þriðjudag á viðburði sagði Paul Knopp, framkvæmdastjóri KPMG US, að fyrirtækið stæði á bak við skýrslurnar sem gefnar voru út og telur að öllum faglegum stöðlum hafi verið framfylgt samkvæmt The Financial Times.

Alveg eins og í Icesave á Íslandi, þegar bankarnir hrundu, þá voru engin merki samkvæmt fínum og dýrum endurskoðendafyrirtækjum um að neitt væri óeðlilegt við reikninga bankanna. Það er erfitt að trúa því að endurskoðendur hafi ekki getað séð þá skelfilegu stöðu sem þessir bankar voru í þegar endurskoðun þeirra fór fram. Þetta er ekkert smámál.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila