Ekkert til fyrirstöðu að veita Hval hf veiðileyfi

Það er ekkert sem ætti að geta komið í veg fyrir að Hvalur hf geti fengið útgefið leyfi til veiða þó matvælaráðherra sé að bíða eftir gögnum frá Hafrannsóknarstofnun enda séu lögin skýr um að leyfið eigi að veita enda sé starfsemi Hvals fullkomlega lögleg. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Aðspurður um hvort þær skýringar ráðherra um að hún sé að bíða eftir gögnum sé ekki bara pólitík og leið til þess að stöðva hvalveiðar segir Vilhjálmur að hann eigi bágt með að trúa að ráðherra fari þá leið, því Umboðsmaður Alþingis hafi þegar gert alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslu ráðuneytisins í málinu.

Vonar að matvælaráðherra sé ekki leika sama leikinn og Svandís

Hann segir að hann voni að matvælaráðherra sé ekki að spila sama leik og Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi matvælaráðherra hafi gert. Því lengra sem líði á og því oftar sem ráðherra segist vera að bíða eftir gögnum þá hljóti það að vekja upp ákveðnar efasemdir. Nú séu menn búnir að bíða eftir að leyfið verði veitt í talsvert langan tíma og það hljóti að vekja upp ákveðnar spurningar hvers vegna leyfið sé ekki enn í höfn.

Hann segir að þó skiptar skoðanir séu innan Sjálfstæðisflokksins um hvalveiðar þá nálgist menn innan flokksins ekki málin út frá því hvort mönnum finnist rétt að veiða hvali heldur að hér sé atvinnufrelsi og þessi starfsemi sé lögleg og þá megi stunda hana og lögin um það séu skýr.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila