Talsverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um framkvæmd forsetakosninganna og segja sumir farir sínar ekki sléttar því þegar þeir ætluðu að kjósa hafði einhver annar kosið í þeirra stað.
Ein kona að nafni Þorgerður Björnsdóttir sem býr í Árborg segir á Facebook frá því að hún hafi ekki getað kosið því einhver annar hafði kosið undir hennar nafni.
Einhverjir benda á í umræðunni á Facebook að hugsanlega hafi starfsmaður farið línuvillt og merkt ranglega við að hún hefði kosið.
Aðrir sem taka þátt í umræðunni á þræðinum greina meðal annars frá því að þeim hafi þótt sérkennilegt að hafa ekki verið beðnir um að sýna skilríki þegar þeir hafi farið að kjósa.
Ljóst er að hafi fólk ekki verið beðið um skilríki þá hafi ekki verið farið að lögum en bent er á það í umræðunni að viðkomandi ættu að leggja fram kæru vegna málsins.
Hér að neðan má sjá flettimyndaröð af skjáskotum af þeim umræðum sem hafa verið um málið á Facebook.