Ekki glæpsamlegt að rannsaka nauðgunarafbrot innflytjenda

Kristína Sundquist prófessor við háskólann í Lundi, Svíþjóð, hefur sætt hatursaðkasti síðan rannsóknir hennar á nauðgunarafbrotum í Svíþjóð leiddi í ljós ofurhlutfall innflytjenda sem afbrotsmanna í slíkum málum. Hatursmönnum varð samt ekki kápan úr klæðunum, því í staðinn fyrir að fella prófessorinn valdi saksóknarinn að leggja málið niður vegna skorts á sönnunum.

Siðanefnd sænska ríkisins Önep reyndi að fá prófessor Kristinu Sundquist, við háskólann í Lundi, sakfellda fyrir glæp vegna þess að hún leiddi rannsókn á ofurhlutfalli innflytjenda í nauðgunarglæpum. Saksóknarinn leggur niður rannsókn á málinu vegna þess að engar sannanir liggja fyrir um glæpsamlega ætlun Sundquist með rannsókninni.

Áfrýjunarnefnd siðferðisendurskoðunar, Önep, þrýsti á saksóknara að lögsækja Kristinu Sundquist, prófessor í almennum lækningum við háskólann í Lundi.

Ofurhlutfall innflytjenda sem gerenda í nauðgunarmálum

Sundquist var ábyrg fyrir rannsókn sem vakti athygli vegna niðurstöðu um hátt hlutfall nauðgara meðal innflytjenda í Svíþjóð. Vinstrimenn í nefndinni sögðu, að ekki væri hægt að samþykkja rannsóknina vegna „viðkvæmra persónuupplýsinga“ sem notaðar voru í rannsókninni.

Hópur með eftirlit með akademísku frelsi kærði siðferðisnefnd ríkisins Önep á síðasta ári:

„Við kærum hér með áfrýjunarnefnd siðferðisendurskoðunar, Önep, vegna skorts á hlutlægni og óhlutdrægni, sérstaklega varðandi siðfræðiskoðun á rannsóknum sem geta talist gagnrýnar á innflytjendamál.“

2.000 fræðimenn skrifuðu opið bréf til sænskra þingmanna

Nýlega skrifuðu 2.000 vísinda- og fræðimenn í Svíþjóð opið bréf til sænskra þingmanna og kröfðust breytinga á kerfi siðanefndar sem reynir að fá fræðimenn fellda fyrir það eitt að vinna störf sín. Eftir gagnrýnina um grunsamlegar pólitískar ástæður, kærði Önep Kristinu Sundquist fyrir sjö rannsóknir til viðbótar sem stjórnin fullyrti að gætu verið hugsanleg brot á lögum um siðaskoðun.

Eva-Marie Persson, ríkissaksóknari, hefur lokið frumrannsókn málsins. Að sögn hennar er ekki hægt að sanna, að Kristina Sundquist hafi „haft þann ásetning sem þarf til að málsmeðferðin sé refsiverð.“ Kristina Sundquist segir við Læknablaðið að „það sé mjög ánægjulegt að frumrannsókninni sé loksins lokið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila