Ekki hægt að hleypa fleiri íbúum inn á mesta hættusvæðið í dag

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á að ekki verður hægt að hleypa fleiri íbúum inn á mesta hættusvæðið í Grindavík í dag.

„Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands.„segir í tilkynningu

Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14.  Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki.  Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum.   Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila