Site icon Útvarp Saga

Ekki markmið Rússa að veikja Evrópusambandið

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Rússar hafa það ekki á stefnuskránni að veikja Evrópusambandið og eru frásagnir af slíkum áætlun hreinn skáldskapur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Haukur segir að þvert á móti vilji Rússar eiga í heilbrigðu sambandi við Evrópusambandið „og eiga við það viðskipti og góð samskipti almennt, en Rússar myndu þó vilja að innan þess væru sterkari leiðtogar gagnvart Bandaríkjunum, það er ekkert leyndarmál“, segir Haukur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-6.6.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla