Ekki nóg að kosningaklúðrið sé afgreitt með ágiskunum um líklegar skýringar

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Það er ekki nóg að kosningaklúðrið sé afgreitt með því að benda á með ágiskunum um líklegar skýringar því kjósendur eiga beinlínis rétt á því að ljósi sé varpað á hvað gerðist í raun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum rakti Björn upphaf málsins og fór nokkuð ítarlega yfir marga þætti þess sem margir hverjir eru mjög flóknir eins og gefur að skilja. Björn segir að meginástæða þess að hann sé ekki sáttur um lyktir málsins séu þær að einungis hafi komið fram líklegar skýringar á því sem gerist og að hans mati sé það hreint ekki ásættanlegt:

við erum ekki með neina útskýringu á hvað hafi klikkað sem gerði það að verkum að niðurstöður breyttust eftir aðra talningu heldur erum við einungis með þær skýringar að líklega hafi það verið villa eða flokkun við talningu“ segir Björn.

Hann segir að sú skýring sé mjög líkleg en að það sé alls ekki nóg að fólk trúi því að það sé það sem gerðist heldur þurfi kjósendur að geta sannreynt það og vera hafið yfir vafa:

þar liggur munurinn á milli tillagnanna og skoðana þingmanna, á meðan sumir telja að þetta þurfi bara að vera hafið yfir skynsamlegan vafa telji aðrir að þetta þurfi að vera hafið yfir allan vafa“ segir Björn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila