
Fjöldi heimsfrægra lækna og vísindamanna ræðumenn á ráðstefnunni
„Ekki valda tjóni“ (Do No Harm) er nafn nýrrar læknaráðstefnu, sem er skipulögð í Ósló 19. nóvember til að reyna að endurvekja „skynsemina“ meðal vísindamanna, lækna og starfsmanna heilbrigðisstéttanna.
Það er hópurinn Norræna Covid-yfirlýsingin og Starfsmannasamband norskra lækna og heilbrigðisstarfsmanna, NLHF, sem standa fyrir stórri ráðstefnu í Ósló í tilefni af Covid-faraldrinum og öllum bólusetningum. Ráðstefnan gengur undir nafninu Do No Harm sem er hluti Hippókratesareiðsins sem læknar sverja um að gera sjúklingum sínum aldrei neitt til miska og valda engu tjóni.
Meðal þátttakenda er fjöldi vísindamanna og lækna, sem hafa orðið heimsfrægir fyrir að gagnrýna oft á stundum miskunnarlausa og óskynsamlega meðferð landa á covid.
Meðal þátttakenda eru bandaríski meinafræðingurinn Ryan Cole (sem Útvarp Saga hefur skrifað nokkrar greinar um), breski hjartalæknirinn Aseem Malhotra (sem Útvarp Saga greindi frá) og franski smitsjúkdómaprófessorinn Christian Perronne (sem Útvarp Saga hefur áður sagt frá). Sænski læknirinn Sven Roman tekur einnig þátt í ráðstefnunni.
Telja að lokunaraðgerðir stjórnvalda sé alvarlegt brot á grundvallarmannréttindum
Á heimasíðu ráðstefnunnar segir að markmið ráðstefnunnar sé:
„Að færa helgi og skynsemi aftur til lýðheilsunnar, heilbrigðisþjónustunnar og heilbrigðisrannsókna. – Við erum komin inn í nýtt tímabil forræðishyggju í stjórn ríkisstjórna í nafni líföryggis og með áður óþekktri ritskoðun á vísindaumræðu, sem út af fyrir sig ógnar sjálfum forsendum lýðheilsu og helgi heilbrigðisþjónustunnar.“
„Frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti yfir heimsfaraldri 11. mars 2020 hafa ríkisstjórnir okkar gripið til róttækra aðgerða í mismiklum mæli sem hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Líta verður á það sem alvarlegt brot á grundvallarréttindum okkar.“
Ráðstefnan fer fram 19. nóvember og er selt inn á ráðstefnuna og kostar miðinn 1.200 NOK að meðtöldum mat.