
Gagnrýni Ungverjalands á Svíþjóð heldur áfram. Það er vegna and-ungverskrar kvikmyndar sem sænska ríkisrekna menntaútvarpið „Utbildningsradion“ UR gerði. Laszlo Kover, forseti ungverska þingsins, er nú opinn fyrir því að fella niður atkvæðagreiðslu um Nató-umsókn Svíþjóðar. Ungverjaland þarf ekki á bandamanni eins og Svíþjóð að halda, þegar stjórnmálastétt Svíþjóðar ræðst stöðugt á Ungverjaland, bendir hann á.
Laszlo Kover, forseti Ungverjalands, heldur áfram gagnrýni sinni á Svíþjóð. Það er vegna myndar sænska menntunarútvarpsins UR. sem sýnir Ungverjaland sem ólýðræðislegt land í þáttaröðinni „ESB í brennidepli.“
Dregið í efa að lýðræði sé í Ungverjalandi
Balázs Orbán, ráðgjafi Viktors Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands, skrifar á X (sjá að neðan):
„Átakanlegt fræðslumyndband samþykkt af sænsku ríkisstjórninni, þar sem ráðist er á Ungverjaland! Hvernig getum við sannfært ungverska þingmenn um að styðja aðild Svíþjóðar að Nató, þegar lýðræði okkar er ítrekað dregið í efa og kjósendur okkar og allt landið móðgað? Aðgerðir eins og þessar munu örugglega gera samningaviðræðurnar meira krefjandi.“
Mikilvægara en nokkru sinni fyrr
UR hefur svarað gagnrýninni með því að segja að myndin sé „mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Núna hefur Laszlo Kover, forseti ungverska þingsins, einnig tjáð sig um málið í samtali við HiR:
„Það er ekki víst, að við þurfum að greiða atkvæði um þetta [Nató fullgildingu Svíþjóðar]. Ég held að við þurfum ekki bandamann sem hefur sömu skoðun á okkur og okkar ættjarðarást og þessi litla mynd endurspeglar.“
Bréf utanríkisráðherra Ungverjalands
Péter Szijjartó, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði bréf (sjá hér að neðan) til Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Þar segir meðal annars:
„Þú skorar á þingmenn okkar að staðfesta aðild ykkar að Nató, samtímis sem þú heldur áfram að saka þá um að eyðileggja lýðræðið í Ungverjalandi. Þessi mótsögn varð núna enn þá sterkari og hjálpar svo sannarlega ekki sívaxandi kröfu ykkar um að verða samþykktir.“
Orbán hefur fundið afsökun
Foreign Policy um málið (sjá að neðan):
„Núna er röðin komin að Ungverjalandi að grafa undan Nató-aðild Svíþjóðar… Augu allra beindust að Erdogan, en Orbán er núna búinn að finna afsökun til að æsa sig og seinka fullgildingu.“