Ekki vitað um 169 einstaklinga sem vísa átti úr landi

Ekki er vitað hvar 169 einstaklingar sem vísa átti úr landi halda sig og því hefur eðli málsins samkvæmt ekki verið hægt að framkvæma brottvísun. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Ingu Sæland formanni Flokks fólksins um stöðu mála.

Í svari ráðherra kemur fram að 169 einstaklingar séu skráðir í lögreglukerfinu LÖKE í stöðunni „finnst ekki“. Það þýðir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi ekki tekist að hafa uppi á þeim til að fylgja eftir ákvörðun um brottvísun.

Þetta þýðir einnig það að ekkert er vitað um hvar þeir kunni að halda sig, hvort þeir séu hér á landi yfirleitt eða séu farnir úr landi og komnir annað.

Inga Sæland sagði í samtali við fréttavef Útvarps Sögu að hún teldi ólíklegt að umræddir einstaklningar væru farnir úr landi enda kæmust þeir ekki úr landi nema með því að hafa undir höndum vegabréf auk þess sem þeim sem vísa á úr landi er boðin greiðsla fari þeir sjálfviljugir úr landi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila