Eldri blaðamenn unnu sigur í atkvæðagreiðslu um kosningarétt hjá Blaðamannafélaginu

Nýafstaðinn aðalfundur Blaðamannafélags Íslands, þar sem helsta deiluefnið var umræða um atkvæðisrétt eldri félagsmanna leiddi í ljós að eldri blaðamenn unnu sigur í atkvæðagreiðslu og halda því kosningarétti sínum. Guðrún Guðlaugsdóttir og Fríða Björnsdóttir, sem báðar sátu fundinn, ræddu um þetta mál í Síðdegisútvarpinu við Arnþrúði Karlsdóttur sem einnig var á fundinum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Átti að svipta blaðamenn 67 ára og eldri atkvæðisrétti

Fríða benti á að fundurinn hefði verið sérstaklega fjölmennur, þar sem á milli 150 og 200 félagsmenn mættu, sem sýndi fram á hversu mikilvægt málið var fyrir marga. Hún sagði að tillaga hefði verið lögð fram um að svipta blaðamenn eldri en 67 ára atkvæðisrétti innan félagsins, þar sem þeir væru komnir á eftirlaun og því ekki lengur hluti af virku starfsliði blaðamanna. Tillagan hefði verið sett fram af stjórn félagsins í þeirri trú að ákvörðunartaka ætti að vera í höndum þeirra sem enn eru á vinnumarkaði.

Kosningaréttingur mikilvæg mannréttindi

Guðrún tók undir þetta og bætti við að tillagan hefði verið mjög umdeild. Hún sagði að margir eldri félagsmenn hefðu brugðist illa við tillögunni og talið hana óréttláta. „Þeir hafa starfað lengi í faginu og vilja enn hafa áhrif á það, þrátt fyrir að vera hættir virkri blaðamennsku. Það er augljóst að þeir telja sig eiga rétt á að taka þátt í ákvarðanatöku vegna reynslu sinnar og framlags til blaðamennsku,“ sagði Guðrún.

Eldri blaðamenn unnu sigur í atkvæðgreiðslunni

Fríða benti á að niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni hefði verið skýr – tillagan var felld, þar sem 39% fundarmanna höfðu greitt atkvæði gegn henni. Þetta þýðir að eldri félagsmenn halda áfram fullum atkvæðisrétti. Hún sagði að margir á fundinum hefðu fagnað þessari niðurstöðu og talið hana merki um virðingu fyrir þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til blaðamennsku, þrátt fyrir að vera komnir á eftirlaun.

Sumir yngri blaðamenn vildu að þeir eldri misstu atkvæðisréttinn

Í þættinum var einnig bent á að þetta mál endurspeglaði víðari togstreitu á milli kynslóða innan Blaðamannafélagsins. Guðrún sagði að á meðan sumir yngri blaðamenn vildu að ákvarðanir væru teknar af þeim sem enn væru virkir á vinnumarkaði, þá væri mikill hluti félagsmanna enn þess fullviss að eldri blaðamenn ættu að halda rétti sínum til að hafa áhrif á framtíð fagsins.

Eldri blaðamenn mikilvægir vegna langrar reynslu og þekkingar

Fram kom í þættinum að eldri blaðamenn séu í raun mjög mikilvægur hluti af félaginu og oftar en ekki sé það svo að yngri blaðamenn leiti oft til þeirra eldri við störf sín og þá vegna þeirrar miklu reynslu sem hinir eldri búi yfir og geti miðlað til yngri kynslóðarinnar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila