Elon Musk: Sleppið „hornamanninum!“

Í kjölfar uppljóstrana um hvernig málum var í raun og veru háttað, þegar múgur réðst til inngöngu í þinghúsið í Washington 6. janúar 2021, þá gengur Tesla milljarðamæringurinn og Twitter eigandinn Elon Musk í lið með þeim sem krefjast þess, að „hornamaðurinn“ verði látinn laus úr fangelsi.

Tucker Carlson á Fox News fór nýlega í gegnum gríðarlegt magn af myndefni úr eftirlitsmyndavélum af viðburðinum, þar sem meðal annars kom í ljós að hin opinbera frásögnin var ekki rétt. Mótmælandinn

Tucker Carlson á Fox News fór nýlega í gegnum gríðarlegt magn af myndefni úr eftirlitsmyndavélum af viðburðinum, þar sem meðal annars kom í ljós að hin opinbera frásögnin var ekki rétt. Eftyir að nýja myndefnið var gert opinbert, þá krefjast margir þess að mótmælandinn Jacob Chansley, sem fjölmiðlar segja að sé „ofbeldisfullur uppreisnarmaður“ og var dæmdur í næstum fjögurra ára fangelsi, verði látinn laus.

Á myndböndunum sést hvernig Chansley, klæddur í búning og með horn á höfði sér, er leiddur friðsamlega um þinghúsið eins og hann sé þar í skoðunarferð í fylgd lögreglunnar sem gerði enga tilraun til að vísa honum eða öðrum mótmælendum út.

Að auki hefur verið birt viðbótarefni, þar sem Chansley hvetur þá sem eru í kringum sig til að yfirgefa svæðið eftir símtal frá Donald Trump.

Elon Musk tísti: „Látið Jacob Chansley lausan.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila