
Eins og Útvarp Saga greindi frá fyrr á laugardag, þá býst Trump forseti við því að verða handtekinn þriðjudaginn í næstu viku í tengslum við Stormy Daniels málið. Trump er sakaður um að borgað Daniels sem hluta af s.k. „Hush Payment“ þ.e.a.s. að hafa keypt þögn hennar með peningum.
Trump hefur margoft lýst því yfir opinberlega að hann hafi ekki framið neina glæpi og að ásakanir héraðslögmanns Manhattan á hendur honum séu „afhjúpaðar furðusögur.“ Fréttir af mögulegri handtöku Trump hafa flætt yfir Twitter-heiminn og vakið athygli Elon Musk, forstjóra Twitter og Tesla.
Sem svar við myndbandi frá Fox News sem fullyrti, að Trump yrði handtekinn og handjárnaður í næstu viku, tísti Musk „Ef þetta gerist verður Trump endurkjörinn með glæsibrag.“