Emilía Rós fæddist á 23 viku meðgöngu og er alheilbrigð í dag

Emilía nýfædd eftir aðeins 23 vikna meðgöngu.

Emelía Rós sem fæddist  á 23 viku meðgöngu er alheilbrigð hamingjusöm ung stúlka í dag í dag. Þetta kemur fram í tölvupósti Ingu Sæland til fjölmiðla í dag. Meðfylgjandi í tölvupósti Ingu er skeyti foreldra Emilíu sem þau sendu til Ingu vegna umræðunnar um rýmkun tímamarka til fóstureyðinga til loka 22.viku. Í skeyti foreldranna til Ingu fylgja myndir stúlkunni sem býr á Ólafsfrði ásamt foreldrum sínum, en myndirnar eru bæði af Emilíu litlu nýfæddri auk nýlegrar myndar. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar af Emilíu.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila