
237 þúsund Frakkar mótmæltu laugardag Bólusetningarvegabréfi yfirvalda og annarri frelsiskerðingu í nafni covid. Nýju vegabréfanna er krafist til að fá inngöngu á veitingahús, bari og aðra samkomustaði. Fréttastofan AFP News reiknaði með að mótmælt yrði í 150 borgum með yfir 200 þúsund þáttakendum. Skv. innanríkisráðuneyti Frakklands tóku 237 þúsund Frakkar í mótmælunum sem er mun meira en þau 204 þúsund sem mótmæltu um síðustu helgi. Hér að neðan eru myndbönd frá mótmælum gærdagsins.
Til átaka kom í Toulouse nálægt landamærum Spánar.
Þúsundir mótmæltu í Nice
Mótmælt í Lille
Nýjasta mótmælagangan kemur eftir að Hæstiréttur Frakklands úrskurðaði, að nýjar veirutakmarkanir og heilsvegabréfin brjóta ekki gegn stjórnarskrá. Frakkland er á barmi enn harðari mótmæla og átaka nema að ríkisstjórnin taki við sér og skiljai hvað liggur að baki allrar reiði í landinu.