Enn streyma athugasemdir frá almenningi til fjölmiðla og þingmanna vegna forsetakosninganna

Athugasemdir halda áfram að berast frá almenningi til meginstraumsfjölmiðla, þingmanna, ráðherra og fleiri þar viðtakendur eru minntir á að virða lýðræðið í aðdraganda forsetakosninga og gefa frambjóðendum jöfn tækifæri á að kynna sig.

Í frétt Útvarps Sögu á dögunum sagði frá því að kjósendur væru farnir að taka sig saman og senda pósta á meginstraumsfjölmiðlanna, þingmenn, ráðherra og útvarpsstjóra RÚV þar sem þeir eru hvattir til þess að virða tjáningarfrelsið og fara eftir leiðbeiningum Fjölmiðlanefndar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna. Í fréttinni voru svo birt dæmi um slíka pósta.

Enn halda póstarnir áfram að berast og hefur Útvarp Saga undir höndum fleiri dæmi um slíka pósta en hér að neðan má sjá einn slíkann.

Smelltu hér til þess að lesa fyrri frétt Útvarps Sögu um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila