Er fall þriggja banka í Bandaríkjunum upphaf að nýju hruni?

Nú þegar þrír bankar hafa fallið í Bandaríkjunum eru eðlilega margir sem spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta sé upphafið að nýju hruni. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar um fall bankanna þriggja og hvaða mögulega þýðingu það kann að hafa í framhaldinu.

Það sem er að minnsta kosti ljóst er að sá ótti að fleiri bankar kynnu að falla þegar fyrsti bankinn féll hefur því miður ræst og sem fyrr segir eru nú hinir föllnu bankar þá orðnir þrír. Bandaríska ríkið hefur tryggt innistæðurnar í bönkunum svo fólk þurfi ekki að óttast um sitt fé og vonast stjórnvöld með því að tiltrú á bankakerfið haldist enn um sinn. Það er þó ekki á vísan að róa í þeim efnum því orðsporið eitt og sú staðreynd að nú hafa þessir þrír bankar fallið gæti orðið til þess að örvænting viðskiptavina annara banka griði um sig og áhlaup yrði á þá banka sem enn standa.

Þá eru áhrif falls bankanna á hlutabréfamarkaði ekki orðin ljós og erfitt að segja til um raunverleg áhrif fyrr en í lok þessa viðskiptadags. Þó er vitað að áhrifanna er þegar farið að gæta á helstu vísitölur sem hafa farið hratt niður á við og þá hefur gull hækkað umtalsvert í verði líkt og gerðist í bankakreppunni 2008.

Það er því ekki að undra að búist sé fastlega við því að hlutabréfamarkaðir muni sýna talsverða lækkun í dag. Það vekur athygli að bankarnir þrír sem hafa fallið hafa verið að stunda talsverð viðskipti með rafmyntir á undanförnum árum en sem kunnugt er hefur gengi rafmynta á borð við Bitcoin fallið mjög hratt á undanförnum mánuðum. Hvort sú lækkun eigi þátt í vandræðum bankanna nú skal þó ósagt látið því í kjölfar faraldursins hefur efnahagsstaða heimsins.

Þá er einnig óttast um afkomu bankans CIRCLE sem sagður er hafa haft andvirði 3,3 milljarða dollara af 40 milljarða dollara rafmynt í vörslu Silicon Valley Bank. Max Keiser spáði fyrir um hrun CIRCLE þegar fyrir meira en mánuði síðan.

Það þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að fall bankanna þriggja muni hafa áhrif á nokkurn fjölda fyrirtækja sem gætu ef allt fer á versta veg orðið gjaldþrota. Ef fleiri bankar falla svo á næstunni er ljóst að vandinn eykst bara með hverju fallinu á fætur öðru. Margir telja að fall bankanna þriggja sé vísbending um að nú styttist óðfluga í næsta stóra hrun og þeir kunna að eiga nokkuð til síns máls ef bankar halda áfram að falla þar ytra.

Smellið á spilarann hér að neðan til að hlýða á þáttinn

Deila