Er hvíti liturinn rasískur? Norska ríkisstjórnin rannsakar málið á kostnað skattgreiðenda

Mynd: háskólinn í Bergen hér á bakgrunni norska fánans.

Háskólinn í Bergen styrkir rannsókn sem heitir „Hvernig Noregur gerði heiminn hvítari“ eða „NorWhite“ til að svara þeirri áleitnu spurningu, hvort hvíti liturinn hafi í sögulegu samhengi stuðlað að hvítum yfirburði og hjálpað til við að gera „heiminn hvítari.“ Spurningin er sett fram frá sögulegu sjónarhorni og athugað hvort og hvernig, sköpun og útbreidd notkun títanhvíts litar hafi stuðlað að skoðanamyndandi kynþáttamismun.

New York Post greinir frá:

Er hvít málning rasísk? Háskólinn í Bergen í Noregi kannar þá spurningu og spyr hvernig fagurfræði hvíta litarins hafi hjálpað þjóðinni að stuðla að yfirburði hvíta kynstofnsins og „gera heiminn hvítari.“ Í samantekt rannsóknarinnar segir:

„Hvítan er ekki aðeins menningarlegt og samfélagslegt ástand sem tengist húðlit, forréttindum og kerfisbundinni útskúfun, heldur raungerist hún allt í kringum okkur.“

„Þrátt fyrir að Noregur sé ekki hefðbundið nýlenduveldi, mun þetta verkefni sýna hvernig landið hefur gegnt leiðandi hlutverki á heimsvísu við að koma hvítum litnum að sem æðri lit. Hingað til hefur sú saga hins vegar verið minna þekkt meðal fræðimanna og almennings.“

Afleiðingar „Norður-Hvítunnar“ fyrir heiminn

Rannsóknin á hvítu og litum, sem skírt hefur verið „Norður-Hvítan“ (NorWhite), skoðar norska málningarlitarefnið títanhvítt frá „sögulegu, fagurfræðilegu og mikilvægu“ sjónarhorni til að ákveða, hvernig þróun litarins hafi stuðlað að „samfélagslegri umbreytingu“ og hvernig nýsköpunin leiddi til „afleiðinga fyrir plánetuna.“

„Núna er norska nýsköpunin TiO2 [títantvíoxíð] til staðar í bókstaflega öllum hlutum nútímalífs … Aðal spurning rannsóknarinnar er: Hvaða menningarlegum og fagurfræðilegum breytingum geta títanhvítt og TiO2 yfirborð valdið – og hvernig getur efnið sjálft og þessar breytingar verið gerðar sýnilegar?“

TiO2 vefsíðan deilir:

Rannsóknarverkefnið „Hvernig Noregur gerði heiminn hvítari“ (Norður-Hvítan) rannsakar hvíta litarefnið títantvíoxíð frá sögulegu, fagurfræðilegu og mikilvægu sjónarhorni – með áherslu á hvernig litarefnið umbreytti yfirborði í list, arkitektúr og hönnun. Aðal rannsóknarspurningin er: Hvaða menningarlegum og fagurfræðilegum breytingum veldur títanhvítan og TiO2 yfirborð – og hvernig er hægt að gera bæði efnið í sjálfu sér og þessar breytingar sýnilegar? Norður-Hvítan tengir krefjandi viðfangsefni – hvítleika, tækninýjungar og fjöldanýtingu náttúruauðlinda – í eina rannsókn. Verkefnið mun gera þetta með þverfaglega hannaðri rannsókn sem byggir á frumlegri og skapandi hugvísindanálgun sem sameinar listasögu og listrannsóknir.

Hvítan „eitt af helstu samfélagslegu og pólitísku áhyggjum nútímans“

Hvítan er eitt af helstu samfélagslegu og pólitísku áhyggjum nútímans. Innan og utan akademíunnar út um allan heim leitast uppreisnir og eftirsjá við að takast á við kynþáttafortíð okkar. Í lykilverkunum í hvítufræðum innan lista- og byggingarsögusögu er hvítan sem menningarleg og sjónræn forréttindi. Nýja rannsóknarverkefnið „Hvernig Noregur gerði heiminn hvítari“ (Norður-Hvítan), sem styrkt er af Rannsóknaráði Noregs, fjallar hins vegar um áberandi stríðsvettvang hvítustjórnmála í listum og byggingarlist. Þetta verkefni mun sýna, hvernig Noregur hefur gegnt leiðandi hlutverki í að festa hvítuna sem yfirburðarlit á heimsvísu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila