Er vindurinn að snúast? – Öflug hugveita vill binda enda á Úkraínustríðið

Líkum í líkpokum fækkar ekkert í Úkraínu og hryllileg hugsun sú áhætta, að allt geti farið úr böndunum og kjarnorkustríð brotist út. Hugveitan RAND sem áður lagði á ráðin um stríðið hefur sem betur fer fengið hiksta og snýr núna við blaðinu í nýrri skýrslu og leggur upp ráð svo Bandaríkin geti dregið sig út úr stríðinu. Spurningin er: Fara stjórnmálamenn eftir tillögunum eða ana þeir eins og blindir sauðir beint í stórslysið?

Bandaríkin ættu að vinna að því að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hin öfluga hugveita RAND telur svo vera. Kostnaðurinn og áhættan af löngu stríði er of mikill fyrir Bandaríkin, er sagt. En er það of seint? Stríðið hefur farið svo illa í Vesturlönd og Úkraínu, að Rússar gætu frekar haldið áfram sem áhorfendur, þegar NATO-ríkin afvopna sig á vandræðalegan hátt. Mikael Willgert hjá Swebbtv og Stig Berglund ræddu þessi mál eftir að RAND birti nýja skýrslu eins og Útvarp Saga hefur sagt frá „Þetta lítur út fyrir að geta orðið miklu stærra hneyksli en við hefðum getað ímyndað okkur“ segir Mikael Willgert.

Hin áhrifamikla bandaríska hugveita RAND hefur birt opinberlega birt skýrslu, þar sem hún heldur því fram að stríðinu í Úkraínu eigi að ljúka. Skýrslan heitir „Að komast hjá löngu stríði“ (Avoiding a long war)og er kynnt á eftirfarandi hátt:

„Höfundarnir halda því fram að auk þess að lágmarka hættuna á mikilli stigmögnun væri hagsmunum Bandaríkjanna best borgið með því að forðast langvarandi átök. Kostnaður og áhætta af löngu stríði í Úkraínu er verulegur og vegur þyngra en hugsanlegur ávinningur af slíkri vegferð fyrir Bandaríkin. Þó að Washington sjálft geti ekki ákveðið lengd stríðsins, þá er hægt að gera ráðstafanir sem að lokum gera samningslok átakanna líklegri.“

Rök hugveitunnar fyrir stefnubreytingu yfirvalda í Washington

Svona skrifar Washington Post um skýrsluna:

„Í stað þess að leyfa stríðinu að halda áfram, ættu Vesturveldin að gera meira til að ýta stríðsaðilum í átt að viðræðum… RAND skýrslan markar mögulega kerfisbundnustu rökin fyrir stefnubreytingu sem nokkur hugveita í Washington hefur komið með. Þar fagna langflestir stríðinu í Úkraínu sem góðri og nauðsynlegri baráttu og jafnframt augnabliki til að endurheimta forystu Bandaríkjanna á heimsvísu.“

Í lok RAND skýrslunnar segir:

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að, auk þess að afstýra hugsanlegri stigmögnun upp í stríð Rússa og NATO eða notkun rússneskra kjarnorkuvopna, þá er það einnig forgangsverkefni Bandaríkjanna að forðast langvarandi stríð frekar en að stuðla að umtalsvert meiri yfirráðasvæði í Úkraínu.“

Vesturveldin tryggi hlutleysi Úkraínu og létti af viðskiptaþvingunum

Stig Berglund, sérfræðingur Swebbtv, hefur lesið skýrsluna og segir boðskapinn vera að „stríðið verði að taka enda, það geti einfaldlega ekki gengið.“

RAND skýrslan fjallar aðeins um það, sem þjónar hagsmunum Bandaríkjanna, ekki neins annars. Það skilgreinir bandaríska hagsmuni í tengslum við stríðið. Niðurstöðurnar þjóna Bandaríkjunum. Hugveitan sér ýmsar hættur fyrir Bandaríkin vegna langvarandi stríðs. Höfundarnir vilja forðast bæði kjarnorkuvopn og bein hernaðarátök milli Rússlands og Bandaríkjanna. Berglund segir „afleiðingarnar svo miklar fyrir Bandaríkin á heimsvísu, að maður vill ekki stefna þangað.“

Skýrslan leggur til að Vesturveldin gefi út tryggingar um hlutleysi Úkraínu og útfæri skilyrði fyrir afléttingu refsiaðgerða gegn Rússlandi. „Þær bitu ekki mjög vel“ segir Stig Berglund um brjálæðislegar refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi sem slegið hafa til baka á Vesturlöndin sjálf. Því lengur sem stríðið stendur, þeim mun meiri hætta er á að verstu áhyggjur sannreynist. Úkraínustríðið skerðir einnig getu Bandaríkjanna í öðrum heimshlutum. Og það tæmir eigin hernaðarmátt.

Hernaðargögn á þrotum

Það er líka hætta á að Rússar nái enn meiri ávinningi í Úkraínu en þeir hafa þegar gert og verði þannig bara sterkari og sterkari.

„Ef Rússar taka alla Svartahafsströndina verður Úkraína skert ríki. Þá missa þeir möguleika á skipum og útflutningi. Þá verður Úkraína meginlandssvæði án aðkomu til hafs.“

Aftur á móti finnst Rússum kannski gott, að Nató afvopni sig í gegnum Úkraínu. Samtímis treysta Rússar ekki lengur Vesturlöndum, ekki síst vegna Minsk-svikasamningana, sem hvorki Úkraína, Frakkland né Þýskaland ætluðu að standa við. Markmiðið var þess í stað að með blekkingum „kaupa tíma“ og byggja upp öflugan and-rússneskan her í Úkraínu. Stig Berglund segir áfram:

„Það er því erfitt að sjá samningaleið. Það gerir mig svartsýnan. Ég get ekki alveg gert mér grein fyrir því hvernig þetta endar. Það gerist ekki betra ef utanríkisráðherra Þýskalands segir, að við séum í stríði við Rússland.“

Aðgerðir Vesturlanda og Nató gegn Rússlandi gætu endað með stórfelldum mistökum

Mikael Willgert þáttarstjóri segir:

„Það er eins og þetta sé að verða miklu stærri mistök en við hefðum getað ímyndað okkur. Svo hvað verður þá um stríðið?“

„Það stefnir óhjákvæmilega í þá átt, að Bandaríkin geri sér grein fyrir því, að þetta mun ekki enda vel“ segir Stig Berglund. „Það getur verið niðurlægjandi. Í stað þess að fara leið stigmögnunar yfir í kjarnorkuvopn og Nató-stríð vill maður helst með einum eða öðrum hætti komast út úr þessu öllu saman. Eins fljótt og auðið er.“

Sjá þáttinn í heild sinni á sænsku á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila