Site icon Útvarp Saga

Erdogan: Þeir sem koma til Tyrklands og eru á móti múslímum „verða sendir tilbaka í kistum eins og afar þeirra og ömmur”

Mikil reiði ríkir í Ástralíu og Nýja Sjálandi eftir að Recep Erdogan forseti Tyrklands lýsti því yfir s.l. mánudag vegna hryðjuverkaárásarinnar í Nýja Sjálandi að allir sem kæmu til Tyrklands með andmúslímskar skoðanir yrðu sendir tilbaka í líkkistum ”eins og gert var við afa þeirra og ömmur” í stríðinu við Gallipoli ár 1915. Ástralski forsætisráðherrann Scott Morrison  krefst þess að ummælinn verði tekin tilbaka og kallaði til sín sendiherra Tyrklands í Ástralíu. Segist Morrison ”ekki samþykkja þær afsakanir sem settar voru fram“ og núna mun Ástralía athuga að draga inn ferðir til Tyrklands. Kosningar eru framundan í Tyrklandi og fréttir hafa borist um að Erdogan sýni á kosningafundum myndina sem fjöldamorðinginn tók og sendi í beinni þegar hann myrti saklaust fólk við bæn í mosku í Christchurch Nýja Sjálandi. Segir Erdogan þetta dæmi um ”kristið hryðjuverk”, ”vaxandi íslamafóbíu” og hatur Vesturlanda á tyrkneskum múslímum. Erdogan krefst þess að Nýja Sjáland taki aftur upp dauðarefsingu. Forsætisráðherra Nýja Sjálands Jacinda Ardern sendir utanríkisráðherra Nýja Sjálands til Tyrklands til að mótmæla yfirlýsingum Erdogans.

44 þúsundir Ástralíubúa og NýSjálendinga féllu í stríðinu við Gallipoli Tyrklandi 1915 og 97 þúsund særðust. Árlega er haldið upp á ”Anzac-daginn” en Anzac er stytting á heiti ástralska og nýsjálenska hersins sem steig í land 25. apríl 1915 við Gallipoli. Tap Osmanska ríkisins varð mikið, 87 þúsund manns féllu og 261 þúsund særðust. Árásarliðið fór frá vettvangi án sigurs um 9 mánuðum seinna. Sjá nánar hér og hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla