
Það má segja að erfið æska Bruce Springsteen sem ólst upp í mikilli fátækt og við alkahólisma föður síns hafi fært honum þrautseigju sem að lokum færði honum þá gæfu í lífinu að verða ein þekktasta rokkstjarna heims. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara sem var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar þar sem þeir ræddu sjálfsævisögu Springsteen sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og gefin er út af útgáfunni Uglu.
Jens segir að talsvert langur tími hafi liðið frá því að Springsteen hafi lagt fyrir sig tónlistina þar til honum fór að ganga vel og þakka megi þeirri þrautsegju sem erfið æska hans færði honum að hann hafi ekki gefist upp þó ekki gengi vel fyrstu árin.
Jens segir að allt frá því rokktónlistin kom fram hafi margir sett stefnuna á að verða þekktir tónlistarmenn en til þess þurfi að hafa mikið fyrir hlutunum og fyrir marga sé þetta spurning um hversu lengi þeir haldi út í að vinna að ferlinum án þess að gefast upp.
„það hafa til dæmis margar íslenskar hljómsveitir sest að í Bretlandi en verið í basli og efist upp þar sem þeir vita jafnvel ekki einu sinni hvenær þeir fá næstu kökusneið“segir Jens.
Aðspurður um vinsældir Springsteen á Íslandi segir Jens að hann sé talsvert vinsæll hér á landi og fjölmörg lög eftir hann hafi slegið í gegn hér heima.
„það segir svo töluvert um hann sem tónlistarmann að aðrar hljómsveitir og flytjendur hafa tekið lögin hans og gefið út sínar útgáfur af þeim og náð toppi vinsældarlista“segir Jens.
Til dæmis megi þar nefna tónlistarmenn eins og Patty Smith og svo er einn helsti smellur The pointers systra, lagið Fire einmitt úr smiðju Bruce Springsteen og margir fleiri hafa tekið hans lög.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan og heyra nánari umfjöllum um bókina um Bruce Springsteen.