Erill hjá lögreglu í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt, en flest málin sneru að ölvuðum ökumönnum. Í miðborginni stöðvaði lögreglan bifreið hefði verið ekið utan í aðra kyrrstæða bifreið, þegar rætt var við ökumanninn kom í ljós að hann var ölvaður og til þess að bæta gráu ofan á svart var hann einnig réttindalaus, en þar með er þó ekki öll sagan sögð því við leit á manninum kom í ljós að hann hafði einnig fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Annar réttindalaus ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut en í ljós kom að hann var einnig ölvaður. Þá fékk lögreglan tilkynningu um ölvaðan mann sem svæfi í stigagangi í fjölbýlishúsi í borginni. Lögreglan kom á staðinn og mat ástand mannsins svo, að vissara væri að vista hann í fangageymslum þar til rynni af honum. Tilkynnt var um að eignarspjöll hefðu verið unnin á rafmagnsvespu í Breiðholti, en hjólið er mikið skemmt eftir að reynt var að stela úr því rafgeymi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila