Erindreki ESB: Æskilegt að banna dulkóðuð skilaboð svo ESB geti séð innihaldið

Búrókratar ESB leggja til að banna dulkóðuð skilaboð á Internet til að auðvelda eftirlit með meðborgurum ESB. Efni um málið hefur verið lekið frá ráðherraráði ESB, þar sem þetta kemur fram (sjá pdf-skjal neðar á síðunni). Sænski sósíaldemókratinn Ylva Johansson, sem er ofurerindreki framkvæmdastjórnar ESB í innri málefnum sambandsins, keyrir áfram með fjöldaeftirlit ESB á Internet sem gengur undir nafninu „Spjalleftirlit“ eða „Chat control.“ Þegar eftirlitinu verður komið á munu 450 milljónir íbúar ESB vera undir stöðugu eftirliti 24 tíma á sólarhring í hvert sinn sem þeir nota stafræna samskiptatækni.

Opinberlega er sagt, að ESB þurfi að fá aðgang að innihaldi allra samskipta á netinu til að geta stöðvað kynferðislegt ofbeldi á börnum. Mun verða fróðlegt að sjá, hvort sú skýring verði notuð til að uppræta það kynferðislega ofbeldi sem WHO og SÞ hafa sameiginlega frammi gagnvart börnum samkvæmt staðli um „kynfræðslu“ barna frá fæðingu í Evrópu sem Útvarp Saga hefur áður upplýst um. Gagnrýnendur eftirlitsins telja, að búrókratarnir í Brussel hafi í raun allt aðrar og lúmskari fyrirætlanir með nýju lögunum: Fjöldaeftirlit með eigin meðborgurum. Wired greindi frá efninu sem lekið var frá ráðherraráði ESB.

Dulkóðun er vandamál við opinberar persónunjósnir

Áætlanir ESB um fjöldaeftirlit hafa rekist á erfiða tæknilega hindrun: dulkóðun. Dulkóðun á spjalli, tölvupósti, netvafri og öðrum stafrænum samskiptum hefur orðið venja á 21. öldinni, sem gerir utanaðkomandi aðila erfitt að nálgast innihaldið. Mörg forrit eins og WhatsApp, Signal og Telegram bjóða notendum einnig upp á svokallaða dulkóðun milli endastöðva. Tilgangur slíkrar dulkóðunar er að engir aðrir en þeir sem spjalla sín á milli, ekki einu sinni sá sem þróaði og bjó til forritið getur lesið spjallið. Tæknilykillinn til að opna og lesa skilaboð er þá aðeins tiltækur í tölvum eða farsímum þeirra notenda sem taka þátt í samskiptum. Dulkóðunin er meðhöndluð sjálfkrafa af forritinu.

Lausn búrókratanna í Brussel: Banna dulkóðun

Dulkóðun gerir tölvuþrjótum og öðrum sem reyna að komast yfir viðkvæmar upplýsingar ekki aðeins erfitt fyrir, hún gerir yfirvöldum einnig erfitt fyrir að njósna um eigin borgara. Spænskir ​​búrókratar í vinnuhópi gegn glæpastarfsemi, sem er hluti af ráðherraráði ESB, hafa því komið með þá harkalegu tillögu að alfarið að banna dulkóðun milli afsendara og móttakar innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Kemur þetta fram af því efni sem lekið hefur verið og Wired hefur undir höndum. Í skjalinu sem dagsett er 12. apríl 2023 segir:

„Framar öllu væri það æskilegt, að mati okkar, að sett verði löggjöf til að koma í veg fyrir að þjónustuaðilar í ESB geti notað dulkóðun milli aðila.“

Jákvæð afstaða fyrir innleiðingu fjöldaeftirlits ESB

Samkvæmt skjalinu, sem nær til 20 aðildarríkja ESB, er viðhorfið til fyrirhugaðs fjöldaeftirlits almennt jákvætt. Spánn sker sig þó úr með tillögu sinni um bann við dulkóðun og gengur lengst í að innleiða fjöldaeftirlitslög sænska ESB erindrekans. Nokkur önnur lönd vilja einnig takmarka dulkóðun milli aðila sem hafa sömu áhrif og tillaga spænsku sendinefndarinnar.

Skjalið bendir einnig til þess, að nokkrir af búrókrötum ESB, sem nú taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð internetsins, skilja ekki hvernig tæknin virkar. Nokkrir benda til dæmis á að dulkóðun milli aðila gæti verið áfram en með möguleika á að fjarlægja hana ef þörf krefur. Sendinefnd Eistlands í vinnuhópnum bendir hins vegar á að það sé ekki hægt. Eistlendingar benda á, að netmiðlar sem bjóða upp á dulkóðun milli aðila geta ekki sjálfir komist gegnum kóðann, jafnvel þótt þeir vilji það, því þetta kerfi sé allt „byggt á öðrum meginreglum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila