Erlendar fréttir vikunnar: Sterk öfl reyna að koma í veg fyrir Brexit

Pétur Gunnlaugsson, Haukur Haukur Hauksson og Guðmundur Franklín Jónsson fóru yfir erlendar fréttir vikunnar

Flókin staða breskra stjórnmála og Brexit er eitt af þeim stóru málum sem eru í hámæli núna í heimsfréttum og það er ljóst að sterk öfl reyna allt hvað þau geta til þess að koma í veg fyrir að Brexit nái fram að ganga.

Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Erlendar fréttir vikunnar í dag en þar ræddu Pétur Gunnlaugsson, Haukur Hauksson og Guðmundur Franklín Jónsson um helstu erlendu fréttir þessarar viku.

Í þættinum kom meðal annars fram að bretum hugnist meðal annars alls ekki sú hugmynd að Evrópusambandið vilji stofna sinn eigin her, auk fjölmargra annara atriða sem gera það að verkum að bretar vilji ganga úr Evrópusambandinu.

Þá var kapphlaupið um norðurslóðaleiðina rædd og kom þar fram að miklar líkur séu á því að átökin milli stórveldanna eigi eftir að færast í aukanna.

Kínverjar og Belti og braut áætlun þeirra voru einnig til umfjöllunar og Kínverska hagkerfið, en eins og kunnugt er eru kínverjar þekktir fyrir hugmyndastuld, framleiðslu á falsaðri merkjavöru og hefur slík framleiðsla drifið hagkerfi þeirra áfram að stóru leyti, 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila