Erum eins og viljalaust verkfæri í EES samstarfinu

Ísland er eins og viljalaust verkfæri í EES samstarfinu þar sem Íslensk yfirvöld hreyfa engum andmælum við reglum og fyrirmælum sem koma erlendis frá. Þetta megi sjá í mörgum málum t,d þegar kemur að loftslagsálögum eins og kolefnisgjaldi á flug og svo bókun 35. Þetta sagði Eyjólfur Ármannsson alþingismaður Flokks Fólksins í samtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Eyjólfur segir að Ísland eigi enga samleið með Evrópuríkjum þegar kemur að loftslagsmálum þar sem mengun hér er einungis dropi í hafið miðað stóru þjóðirnar á meginlandinu auk þess sem aðstæður hér eru bara allt aðrar en þar.

„stefnan í Evrópu er að koma farþegaflutningum úr fluginu og yfir í lestir og þess vegna eru loftslagsskattar á flug en við erum ekki með lestir og erum mjög háð fluginu. Þetta á enga samleið „

Aðspurður um hvort það sé handvömm þeirra sem sitja fyrir Íslands hönd í EFTA nefndinni að kolefnisgjaldi sé skellt á flugið hér á landi segir Eyjólfur að hann viti að það hafi verið haldnir yfir 100 fundir til þess að reyna að stöðva þetta en svo virðist sem fulltrúar Íslands hafi ekki þann slagkraft sem til þarf.

„við erum eins og farþegar, viljalaust verkfæri í EES samstarfinu. Við erum ekki að gæta hagsmuna okkar og það er að koma í ljós með þessari löggjöf. Við sjáum svo bókun 35 sem er að koma núna, þar erum við með 30 ára gamalt vandamál. Það vissu allir af þessu en þá var ákveðið að setja í 3ju grein í laga um evróðska efnahagssvæðið að það ætti að skýra sáttmálann í samræmi við íslensk lög en taka ætti tillit til ESB löggjafar“

Hætta á fullveldisafsali

Hann bendir á að það segi í lögunum sem gerð voru þegar EES samningurinn hafi verið samþykkur að ekki væri hægt að binda hendur Alþingis til framtíðar um að EES lög ættu að vera fremri íslenskum lögum. Í lagafrumvarpinu núna samkvæmt bókun 35 þá segir að lög sem eru innleidd í gegnum EES séu rétthærri íslenskum lögum og segir Eyjólfur að það standist einfaldlega ekki stjórnarskrá. Það væri fullveldisafsal.

Þá bendir Eyjólfur einnig á að þegar EES samningurinn hafi verið gerður hafi hann verið undirritaður eins og hann var þá og ekki eigi að samþykkja það sem eigi að bæta inn í hann eftirá.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila