Erum í raun gengin í Evrópsambandið þegar kemur að orkumálum

Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur

Ísland hefur með samþykkt þriðja orkupakkans bundið sig að þjóðarrétti og þurfi því að undirgangast það sem í því felst, því má segja í raun að Ísland sé gengið í Evrópusambandið þegar kemur að orkumálum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármannssonar lögfræðings í Noregi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segir að með samþykkinu sé það klárt í hans huga að um fullveldisframsal hafi verið að ræða. Þá segir Eyjólfur að herferðin gegn andstæðingum orkupakkans þaulskipulagða af almannatenglum

það er alveg klárt að almannatenglum og fjölmiðlum var beitt, andstæðingar orkupakkans rakkaðir niður og rök þeirra ekki virt viðlits, eingöngu sagt að rökin stæðust ekki skoðun, þetta var allt skipulagt„,segir Eyjólfur.

Hann blæs á þær fullyrðingar sem fram hafa komið að andstæðingar orkupakkans í Noregi hafi æst upp andstæðinga orkupakkans hérlendis

þetta er auðvitað bara þvæla sem er ekki svaraverð, fylgjendur orkupakkans ættu heldur að koma með efnisleg rök fyrir samþykkt hans„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila