ESB BANNAR bensín- og dísilknúin farartæki

Á þriðjudag samþykkti ESB „græn“ lög sem banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2035. Jafnframt á að draga enn frekar úr útblæstri frá vörubílum og rútum. Aðildarríki ESB hafa þegar samþykkt löggjöfina og munu nú innleiða hana formlega í lög. Með þessum lögum telja lofslagsspámenn Evrópusambandsins að unnt sé að fresta um nokkur ár endalokum heims á bálkesti loftslagshelvítis. 340 kusu já og 279 sögðu nei.

Stuðningsmenn laganna, sem samþykkt voru á Evrópuþinginu í Strassborg, klappa saman höndum og hrópa, að rafbílabyltingin hafi sigrað. Þeir halda því fram, að lögin veiti evrópskum bílaframleiðendum nægan tíma til að skipta yfir í rafbílaframleiðslu og muni örva fjárfestingar til að vinna gegn samkeppni frá Kína og Bandaríkjunum. En andstæðingar laganna eru því alfarið ósammála og fullyrða, að hvorki iðnaðurinn né ökumenn séu tilbúnir fyrir svo átakanlega sorgleg og skyndileg endalok farartækja með brunavélum og að hundruð þúsunda starfa í álfunni séu í hættu. Framleiðsla rafbíla mun ekki leysa þá ringulreið sem bannið hefur í för með sér, því venjulegt fólk mun hvorki hafa efni að kaupa þá fáu rafbíla sem verða framleiddir, hvað þá að hlaða þá með rafmagni á okurverði eins og verið er að pína fólk með í dag. Sumir segja bannið vera sameiginlegt sjálfsmorð (sjá tíst að neðan) og hvetja almenning til að koma sér upp eigin sjálfbærri afkomu með mat, vatni og orku.

Vörubílar og rútur

Atkvæði með og á móti banni brunahreyfla í farartækjum

Aðskilið frá bílabanninu tilkynnti framkvæmdastjórn ESB áætlanir sínar um að draga úr útblæstri frá þyngri ökutækjum með því að herða útblástursstaðla frá 2030. Þar er lögð fram tímaáætlun um að draga úr losun frá vörubílum yfir fimm tonn að þyngd og langferðabifreiðum (yfir 7,5 tonn), sem eru með sambærilegar vélar,

Frá janúar 2030 verður losun nýrra vörubíla að vera að minnsta kosti 45% lægri miðað við losun árið 2019. Losunin á síðan að minnka um 65% frá janúar 2035 og um 90% frá janúar 2040 miðað við losun árið 2019.

Strætisvagnar verða að vera útblásturslausir frá árinu 2030 en samkvæmt framkvæmdastjórn ESB geta framleiðendur valið eigin tækni til að ná því fram og er þá átt við rafmótora, vetnisvélar og vetnisefnarafala. Svíþjóðardemókratar voru eini sænski flokkurinn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Eðlisfræðingar hafa lengi vísað „loftslagskreppunni“ á bug sem goðsögn. Hér er einungis verið að fylgja stjórnmálalegu hugarfóstri stefnuskrá vinstri manna, sem vilja innleiða kommúnismann í öllum heiminum. Slík stefnuskrá er réttnefnd: Loftslagskommúnisminn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila