ESB fyrirskipar lögþvingaðan kynjakvóta í viðskiptalífinu

Mynd frá ESB-þinginu © ESB-þingið.

Evrópuþingið hefur samþykkt nýjar femínískar reglum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Í síðasta lagi í júlí 2026 verða öll stór fyrirtæki í ESB með fleiri en 250 starfsmenn að hafa fleiri konur í stjórnum fyrirtækja.

Tilskipunin um konur í stjórnum fyrirtækja var samþykkt á þriðjudaginn – tíu árum eftir að tillagan kom fyrst fram. Í síðasta lagi í lok júní 2026 eiga konur að vera í a.m.k. fjórum af hverjum tíu venjulegum stjórnarstörfum fyrirtækja (ekki forstjórar eða framkvæmdastjórar) og í þriðjungi forstjóra- og framkvæmdastjórastarfa.

Fyrirtækin skulu upplýsa lögbær yfirvöld um kynjaskiptingu í stjórnum sínum einu sinni á ári. Ef markmiðin hafa ekki náðst á tilsettum tíma, verða fyrirtækin að leggja fram áætlun um hvernig þau hyggjast ráða bót á því. Þessar upplýsingar verður að birta á heimasíðu fyrirtækisins, þar sem auðvelt er að finna þær. Lítil og meðalstór fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn verða ekki fyrir áhrifum af nýju reglum tilskipunarinnar.

Að sögn þingsins verða ESB-ríkin að setja reglur um „virk, letjandi og hlutfallsleg viðurlög“ svo sem að sekta þau fyrirtæki sem brjóta lögin um kynjakvótann. Dómstóll getur einnig ógilt stjórnir fyrirtækja sem kosnar eru á hluthafafundum, ef þær ef þær brjóta gegn meginreglum tilskipunarinnar.

Nú þegar ESB-þingið og leiðtogaráðið hafa formlega gefið grænt ljós á kynjakvótann, þá mun tilskipunin taka gildi 20 dögum eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum ESB. Aðildarríkin hafa tvö ár til að innleiða kynjakvótalögin hjá sér.

Árið 2021 voru 30,6% stjórnarmanna stærstu skráðra fyrirtækja ESB konur. Töluverður munur er á milli aðildarríkja – frá 45,3% í Frakklandi til 8,5% á Kýpur. Færri en 1 af 10 stórfyrirtækjum hafa konu sem framkvæmdastjóra eða forstjóra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila